1. Stjórnarfundur 2019

By 6. mars, 2019apríl 29th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Rúnar Þórir Ingólfsson, Unnsteinn Jóhannsson, Rósanna Andrésdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson

Fundur settur: 20:05

1. Skipting embætta innan stjórnar

Stjórn ræddi óskir sínar um embætti, en ákveðið var að bíða með endanlega stjórnarskipan þar til trúnaðarráð hefur skipað meðlim í stjórn.

2. Skriflegar verklagsreglur

Farið stuttlega yfir starfsreglur stjórnar frá 2018-2019. Ákveðið að formaður sendi þær á stjórnarmeðlimi til yfirferðar fyrir næsta fund stjórnar, þar sem ákveðið yrði endanlegt form þeirra fyrir starfsárið 2019-2020.

Rætt um samskipti innan stjórnar og um áframhald Slack-rásar Samtakanna ‘78. Ákveðið að halda áfram með Slack a.m.k. að sinni, en fá mögulega kynningu á öðrum kostum.

3. Dagskrá starfsársins

Fimmtudagskvöld henta stjórn best eins og er a.m.k. og rætt um að funda á þriggja vikna fresti. Formanni falið að klára dagskrá funda fyrir næsta fund þar sem hún verður samþykkt.

4. Jafnvægi vinnuframlags

Talað um mikilvægi þess að stjórn sé í tengslum við starfið. Stjórn beri ábyrgð á starfinu. Við höfum þetta í huga.

5. Afmælisritið

Formaður fór yfir stöðuna á afmælisritinu.

6. Lagafrumvörp: Staðan

Formaður fór yfir stöðuna á þeim lagafrumvörpum sem liggja fyrir. Frumvarp um kynrænt sjálfræði er væntanlegt inn á þing í byrjun næstu viku. Rætt um að stefna fólki á pallana þegar umræða fer fram í þinginu og virkja hópinn sem myndaður hefur verið á Facebook í þeim tilgangi.

Frumvarp um hatursorðræðu. Formaður sagði frá viðbrögðum S78 við því. Stofnaður hefur verið aðgerðarhópur og fulltrúar hinna ýmsu félaga boðaðir á fund á Suðurgötu til þess að samhæfa viðbrögð sín við frumvarpinu. Stefnt er á sameiginlega yfirlýsingu.

7. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið: 21:35

254 Comments

Skrifaðu athugasemd