10. Stjórnarfundur 2014

By 17. september, 2014júní 8th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundurinn var haldinn á Kiki Queer Bar að Laugavegi 22 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Magnússon formaður (HM), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), , Kamilla Einarsdóttir ritari (KE), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), og Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ). Fríða Agnarsdóttir
Forföll: Örn Danival Kristjánsson, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV) og Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG)
Auk stjórnar sat fundinn, Árni Grétar Jóhannsson (ÁGJ) framkvæmdastjóri. Fríða Agnarsdóttir (FA)

Ár 2014, miðvikudaginn 17. september kl. 17.40 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Kamilla Einarsdóttir ritaði fundargerð

1. Dagskrá næstu þriggja mánaða – 17.9.2014 til 10.12.2014

dagsetning kl. viðburður/verkefni staður
23.9.14 12.15 Bi Visibility Day – Bókafn S78 afhent Borgarbókasafn
23.9.14 15.30 Bi Visibility Day – Bókafn S78 afhent Þjóðarbókhlaða
1.10.14 17.30 Stjórnarfundur – sam. kvöldverður óákveðið
7.10.14 12.00 Erindi formanns hjá Sagnfræðingafélagi Sagnfræðingafélagið
8.10.14 – 11.10.14 Ársþing ILGA Europe Riga, Lettland
18.10.2014 14.00 Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs óákveðið
20.10.14 – 21.10.14 Fundur um „Networks Against Hate“ Madríd, Spáni
26.10. 14 Intersex Awareness Day óákveðið
13.11.14 Félagsfundur um fjárhagsáætlun o.fl óákveðið
20.11.14 Minningardagur transfólks óákveðið
27.11.14 „No Hate“ ráðstefna Madríd, Spáni
1.12.14 Alþjóðlegi AIDS dagurinn óákveðið
4.12.14 Jólabingó Samtakanna ’78 óákveðið

2. Forgangsmál

Almennt félagsstarf – Brotthvarf Arnar Danival úr stjórn og skipan nýs fulltrúa

HM hefur tilkynnt formanni trúnaðarráðs, Sigurði Júlíusi Guðmundssyni, um brotthvarf Arnar Danival Kristjánssonar úr stjórn. Búist er við að trúnaðarráð verði búið að skipa nýjan fulltrúa fyrir næsta fund stjórnar. Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Almennt félagsstarf – Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs

Rætt var um inntak og dagsetningu haustfundar stjórnar og trúnaðarráðs. Stjórn samþykkir að leggja til dagsetninguna laugardaginn 18.okt frá klukkan 14:00-18 og svo mun fólk fara saman út að borða og skemmta sér á eftir. Ákveðið að helga daginn uppbyggingu félagsins, m.a. með innslögum frá ILGA ráðstefnunni. Ábyrgð: HM og SAS – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Ársþing ILGA Europe í Riga, Lettlandi 8. til 11. október 2014

HM upplýsti að hann, SAS og ÁGJ muni ganga frá greiðslum og bókunum v. flugs, gistingar o.fl. í vikunni. HM upplýsti að á þinginu verði m.a. námskeið og vinnustofur um uppbyggingu, rekstur og viðhald félagasamtaka. Stjórn leggur áherslu á þátttöku í þeim viðburðum með það að markmiði að þingfulltrúar skili þeirri þekkingu inn í starf samtakanna. Ákvörðun um efnislegt innihald að öðru leyti frestað til næsta fundar. Ábyrgð: ÁGJ, HM og SAS – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Verkefnið „Networks against hate“ með FELGBT í Madríd

AÞÓ verður
fulltrúi S78 á fyrsta fundi í Madríd í október og ráðstefnu í nóvember. AÞÓ hefur verið í sambandi við skipuleggjendur ytra og upplýsti að allt sé í finu lagi. Stjórn samþykkir að fela AÞÓ að safna saman upplýsingum um öll verkefni er tengjast hatursglæpum og -orðræðu sem felagið hefur komið að undanfarin misseri og gætu nýst í verkefninu. Ábyrgð: AÞÓ. – Í vinnslu.

Fjármál – Samningur við Reykjavíkurborg og fjárveitingar frá ríki

Rætt um þjónustusamning við Reykjavíkurborg sem rennur út í nóvember. Stjórn samþykkir að fela ÁGJ að halda áfram viðræðum við Reykjavíkurborg um áframhald samnings og hugsanlega útvíkkun. Rætt um fjárveitingar frá ríki en nú standa yfir á þingi umræður um fjárlagafrumvarp. Stjórnin er óhress með þá stefnu sem stjórnvöld tóku í fyrra varðandi verkefnastyrki. HM mun óska eftir fundi með ráðherra og fjárlaganefndarfulltrúum. Ábyrgð: ÁGJ – Í vinnslu.

Fjármál – Fjárhagsáætlun næsta árs og félagsfundur í nóvember

VIV var fjarverandi. Frestað til næsta fundar en ákveðið að halda félagsfund um málefnið 13. nóvember. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu.

Húsnæðismál – Suðurgata 3 – staða framkvæmda og næstu skref

Pípulagningamaður lauk sinni vinnu í dag. Rafverktaki og smiður mæta á morgun og er búist að smíðavinnu ljúki í byrjun október. Næsta stóra verkefni sem þarfnast liðsinnis sjálfboðaliða er málningavinnan. Tímasetning kemur í ljós á morgun og upplýsingar þar um sendar með fréttabréfi til félagsmanna á föstudaginn – ásamt öðrum tilkynningum. Áminning til stjórnar: Það verður að muna að taka niður nöfn á sjálfboðaliðum. Þarf að muna að setja inn myndir á facebook. Setja meiri gleði í þetta! Ábyrgð: Allir – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Bi Visibility Day og formleg afhending bókasafns S78

HM hefur verið í sambandi við HÍ og Borgarbókasafn. Stefnt er að tveimur viðburðum 23. september nk. – kl. 12.15 á Borgarbókasafni og kl. 15.30 í Þjóðarbókhlöðu. Viðburðirnir fela í sér stutt erindi formanns, móttöku þiggjanda og stuttan upplestur á texta sem tengist efni dagsins en Anna Stína Gunnarsdóttir og Auður Magndís Auðardóttir hafa boðist til að finna til texta og flytja. HM hefur sett upp skjal með verkefnislýsingu þar sem fram kemur hvað þurfi að klára fyrir viðburðinn. Það þarf að huga að fjölmiðlaumfjöllun. Ábyrgð: HM og ÁGJ – Í vinnslu.

3.Staða annarra mála frá síðasta fundi

Almennt félagsstarf – Félagsstarf, viðburðahópur og aðrir starfshópar/nefndir

Fundargerð liggur frá stefnumóti frá í vor, m.a. með yfirliti yfir starfshópa. Frestað þar til sér fyrir endann á framkvæmdum við húsnæði. Þá verði starfshópar, nefndir og önnur starfsemi kynnt í veglegu opnunarhófi og fólki gefinn kostur á þátttöku. Ábyrgð: HM, SAS, GHG, ÁGJ.

Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá lið 3.1. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá lið 3.1. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78

Ákveðið var í sumar að hvíla veitingu viðurkenningar á Reykjavík Pride í ár og taka betri umræðu um form og inntak hennar í vetur. Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá lið 3.1. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Ungliðaball á hinsegin dögum og fleira

Ungliðaball var haldið laugardaginn 9. ágúst. Var heldur fámennara en fyrir ári, en þótti takast vel og skilaði nýjum félögum inn í starfið. Ábyrgð: VIV – Lokið.

Alþjóðamál – Úgandaverkefni

Borist hafa upplýsingar frá norsku systursamtökunum LLH um hvernig flutningi fjármuna hefur verið háttað til Úganda – en óvissa í þeim efnum hefur tafið verkefnið. Verkefnisstjórn Úganda verkefnis falið að fjalla um málið og gera tillögur að næstu skrefum fyrir næsta fund stjórnar. Ábyrgð: AÞÓ, VIV, ÁGJ og HM. – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Vestnorrænt samstarf

Grænlendingar hafa verið í sambandi við S78 um góð ráð, en nú hefur verið stofnað félag hinsegin fólks í Nuuk. Umræða fór fram í Facebookhópi stjórnar og trúnaðarráðs og Stjórnarspjalli fyrrverandi og núverandi stjórnarmeðlima á FB. HM kemur góðum ráðum til skila. Ábyrgð: HM, AÞÓ – Lokið.

Alþjóðamál – IDAHOBIT Malta

Greinargerð er lokið og birtist hún ásamt annarri umfjöllun um alþjóðamál í ársskýrslu 2014-2015. Vísað til vinnu við gerð ársskýrslu. Ábyrgð: SAS/HM/ÁGJ. – Lokið.

Alþjóðamál – Aðild að TGEU, GLISA og félagsgjöld ILGA Europe o.fl.

Gengið verður frá greiðslu félagsgjalda í ILGA Europe í vikunni. Ábyrgð VIV og ÁGJ – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Þátttaka í opnun sýningarinnar ‘Gay Greenland’ í Kaupmannahöfn

VIV fjarverandi. Greinargerð frestað til næsta fundar. Ábyrgð: HM, AÞÓ og VIV – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Formaður í móttöku hjá ameríska sendiráðinu

HM sótti vel heppnaða móttöku hjá bandaríska sendiráðinu sl. föstudag þar sem fráfarandi upplýsingafulltrúi, Paul Cunningham, var kvaddur og nýr boðinn velkominn. Paul hefur starfað töluvert með hinsegin samfélaginu, m.a. í gegnum stuðning og þátttöku sendiráðsins við Hinsegin daga. Þátttaka í móttökunni var því m.a. liður í því að viðhalda góðum og mikilvægum tengslum og afla nýrra. Ábyrgð: HM – Lokið.

Menning og viðburðir – Jafnréttisdagar HÍ – Hinsegin kvöldstund og lokahóf

Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að draga S78 að mestu út úr viðburðum Jafnréttisdaga vegna manneklu og tímaleysis. HM upplýsti að hann hefði verið í sambandi við Arnar Gíslason jafnfréttisfulltrúa HÍ og tjáð honum að S78 sæu sér því miður ekki fært að taka þátt að þessu sinni. Aðilar voru sammála um að taka upp þráðinn síðar við betri aðstæður. Ábyrgð: HM – Lokið.

Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: VIV. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslubæklingur

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Lögreglubæklingur

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla, ráðgjöf og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.</ p>

Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: HM, USJ. – Í vinnslu.

Hælisleitendur og innflytjendur – Mál hælisleitanda Y

Bókað í trúnaðarbók. Málið er í ferli og mun stjórnin fylgjast með þróun þess.

Lýðheilsa og íþróttir – Hinsegin jóga og fleira

ÁGJ upplýsti að hann hefði rætt við félaga í Styrmi um hugsanlegt hinsegin jóga og fleiri viðburði í nýju húsnæði. Ábyrgð: ÁGJ og VIV – Í vinnslu.

Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá lið 3.1. Ábyrgð: HM. – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Reykjavík Pride – Innlegg í dagskrárrit

Verkefnið tókst vel, leit vel út í dagskrárriti og þótti gefa góða mynd af starfsemi félagsins. Ákveðið að sambærilegur annáll starfseminnar verði tekinn upp í ársskýrslu. Ábyrgð: AÞÓ, HM og ÁGJ – Lokið.

Menning og viðburðir – Reykjavík Pride – Þátttaka S78

S78 tóku þátt í gleðigöngu Hinsegin daga og var gengið undir yfirskriftinni „Ég er ekki með fordóma, EN…“ Um var að ræða „besu bitana“ úr kommentakerfum fjölmiðla, til að minna á að enn getur verið grunnt á andúð og fordómum og að hinsegin fólk verði enn fyrir aðkasti, m.a. í netheimum. Atriðið vakti þónokkurt umtal og athygli, m.a. í fréttamiðlum. Formaður gekk fyrir hópnum í gervi Hýru Bjarkar og var mikil stemmning í hópnum. Ábyrgð: HM og ÁGJ – Lokið.

Menning og viðburðir – Reykjavíkurmaraþon á Menningarnótt

XXXXX tóku þátt. Ábyrgð: VIV – Lokið.

Menning og viðburðir – Iceland Queerwaves

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: GHG, HM, VIV og ÁGJ. – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Beiðni Minjasafns Reykjavíkur um þátttöku í viðburði

Ákveðið var í sumar að benda safninu á að hafa samband við Særúnu Lísu Birgisdóttur þjóðfræðing þar sem S78 hafa því miður hvorki tíma né mannskap í verkefnið þótt jákvætt og áhugavert sé. Viðburðurinn tókst vel og fékk nokkra fjölmiðlaumfjöllun. Ábyrgð: HM og ÁGJ – Lokið.

Ráðstefnur, erindi, málþing o.fl. – Erindi formanns hjá Sagnfræðingafélagi Íslands

HM flytur erindi um hinsegin sögu þann 7. október hjá Sagnfræðingafélaginu. Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Réttindabarátta og löggjöf – Stjórnsýslukæra

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um mál hinsegin fólks

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: SAS – Í vinnslu.

Starfsmannamál – Starf fræðslustjóra

Frestað til næsta fundar. Ábyrgð: VIV – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook

HM mun ýta á eftir greinargerð um vefmálin við Sigurð Júlíus Guðmundsson. Ábyrgð: HM, KE og ÁGJ – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Átak í kynningu og fjölgun félaga

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá lið 3.1. Ábyrgð: HM. – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með!

ÁGJ fundar með Baldvin Kára kvikmyndagerðarmanni á föstudag. SAS leggur áherslu á breiða aðkomu að vinnslu og efnistökum út frá kynjasjónarmiðum. Ábyrgð: ÁGJ og SAS – Í vinnslu.

4. Önnur mál

Fleiri mál ekki tekin fyrir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:12

5,342 Comments

Skrifaðu athugasemd