10. Stjórnarfundur 2018

By 16. nóvember, 2018janúar 22nd, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Heiðrún Fivelstad (skrifstofustýra), María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Marion Lerner (meðstjórnandi), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Rúnar Þórir Ingólfsson (meðstjórnandi), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (alþjóðafulltrúi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (gjaldkeri), Brynjar Benediktsson (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: Þorbjörg

Fundur settur: 16:02

1. Fundargerð 9. fundar samþykkt

María Helga les fundargerð síðasta fundar. Stjórn samþykkir fundargerðina.

2. Ný sýn

María Helga sagði stjórn frá félaginu Ný sýn ehf. sem er í eigu Samtakanna ‘78. Núverandi stjórnarmeðlimir óska eftir því að virkir félagar í Samtökunum ‘78 taki við stjórnarsetu í félaginu sem hefur verið alveg óvirkt í áraraðir. Stjórn samþykkir að María Helga, Daníel, Sigurður Júlíus og Þorbjörg taki sæti í stjórn félagsins. Ritara falið að ganga frá skjali þess efnis. Rætt um hvort bera eigi þessi skipti undir aðalfund.

3. Útleigur á sal og hugsanleg önnur nýting

Gjaldkeri fór yfir samantekt framkvæmdastjóra á tekjum og útgjöldum í tengslum við útleigu á sal S78 að Suðurgötu 3. Umræður fóru fram um útleigu á sal og hvernig framhaldinu skuli háttað. Samhljómur innan stjórnar um að hætta skuli útleigu á sal fyrir veisluhöld, nema undir sérstökum kringumstæðum. Starfsfólki falið að útfæra þetta.

4. Minnisblað v/ ráðgjafarþjónustu

Farið yfir minnisblað frá framkvæmdastjóra varðandi ráðgjafarþjónustuna. Rætt hvernig megi gera breytingar á ráðgjafarþjónustunni til þess að félagið hafi betri yfirsýn yfir þjónustuna. Ákveðið að óska eftir fundi með ráðgjöfunum 5. eða 19. janúar.

5. Önnur mál

Frá Marion: Hugmynd um að setja upp bókahillur, t.d. eina bókaskiptihillu (e. book-swap) og eina bókasafnshillu í rýminu. Stjórn tekur vel í hugmyndina.
Samþykkt var á Slack-rás stjórnar milli funda að lausafé skyldi nýtt til greiðslu á viðhaldsframkvæmdum í stað þess að taka lán. Erindið sem borið var upp (7. nóvember) og samþykkt milli stjórnarfunda (9. nóvember):

Í sumar fór húsfélagið í framkvæmdir á steypuskemmdum í Suðurgötu 3. Upphaflegur kostnaður var áætlaður 3.500.000 króna, í hússjóði voru um 2.200.000 og því 1.300.000 sem stóðu eftir. Á fundi húsfélagsins fyrir rúmum mánuði var ákveðið að kennitala húsfélagsins tæki lán fyrir framkvæmdunum sem yrði greitt niður með húsfélagsgjöldum á næstu misserum. Eftir fund í bankanum beygði meirihluti húsfélagsins þó út af þessari stefnu og vilja nú að hver og ein eining fjármagni framkvæmdirnar sjálf. Líklegasta skýringin er sú að einingarnar eiga eignir, þar með veð, á meðan húsfélagið á enga eign í sjálfu sér. Því þurfum við í Samtökunum að meta hvort að við ættum að taka framkvæmdalán fyrir okkar hluta, sem er 611.000 krónur, eða taka það af lausafé okkar.
Þessi ákvörðun var rædd aftur og staðfest.
Gjaldkeri ræddi áhyggjur af samskiptaháttum innan húsfélagsins.

Fundi slitið: 17:05