12. Stjórnarfundur 2015

By 23. september, 2015mars 27th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ) og Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SMM).
Kitty Anderson meðstjórnandi (KA) sat fundinn í gegnum Skype.
Forföll: Matthew Deaves meðstjórnandi (MD) og Júlía Margrét Einarsdóttir ritari (JME).

Ár 2015, miðvikudaginn 23. september kl. 20.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Hilmar Hildar Magnúsarson formaður ritaði fundargerð.

1.Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt og eftirfylgni

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.Upplýsinga‐ og kynningarmál: ‘Stattu með’ myndbönd

Rætt um ráðstöfun fræðslu‐ og kynningarmyndbanda. Ákveðið að bíða með ákvörðun þar til allt efni er til og heildarmynd komin.

3.Ráðgjöf: Möguleg lögfræðiráðgjöf

Rætt um mögulega lögfræðiráðgjöf. Ákveðið að slíta viðræðum við Sævar Þór Jónsson hdl. sem hafa staðið yfir þar sem tilboð þykir óljóst og aðstæður breyttar. Aðrir kostir hafa komið upp í stöðunni, m.a. í gegnum Björgu Valgeirsdóttur hdl. sem unnið hefur náið með og fyrir samtökin undanfarið.

4.Húsnæðismál/Menning og viðburðir: Opnunarhátíð Suðurgötu 3

Opnunarhátíð. JME tekur að sér umsjón dagsins. Rætt um fyrirkomulag, og auglýsingar. Samþykkt að fjárveiting f. daginn verði kr. 50.000. Eins er rætt hvort tengja eigi fjáröflun við daginn. Reynt verði að fá sem mestan stuðning, t.d. frá birgjum. Þá þarf að athuga með vínveitingarleyfi. AMA fylgir eftir.

5.Menning og viðburðir: Fimmtudagsopnanir

Opið hús á fimmtudögum, til reynslu til áramóta, verði kynnt á opnuninni þann
3. október nk. Fá þarf sjálfboðaliða til að manna kvöldin. AMA fylgir eftir.

6.Húsnæðismál: Staða framkvæmda og salarleiga

Iðnaðarmenn áætla að hafa lokið öllu fyrir 3. október en brýnt er að fá alla útistandandi kostnaðarliði á hreint sem allra fyrst. Skila þarf vörum úr eldri pöntunum frá IKEA (rangar sendingar) og skipta út fyrir skrifstofuhúsgögn eða ísskáp. Huga þarf að MDF hurðum. AMA fylgir eftir.

Rætt um að móta reglur um salarleigu sem og verðskrá. SDV athugar verðskrá.

7.Almennt félagsstarf: Tilnefning í stjórn MRSÍ

Rætt um skipan fulltrúa Samtakanna ‘78 í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Samþykkt einróma að skipa Kitty Anderson meðstjórnanda í stjórn samtakanna til starfans.

8.Önnur mál

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 21.30.

320 Comments

Skrifaðu athugasemd