12. Stjórnarfundur 2016

By 21. júní, 2016mars 13th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: Ásthildur Gunnarsdóttir, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Kitty
Anderson, Unnsteinn Jóhannsson og María Helga Guðmundsdóttir. Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra.
Forföll boðuðu Júlía Margrét Einarsdóttir og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.

Ár 2016, þriðjudaginn 21.6.2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundargerð ritaði María Helga Guðmundsdóttir.

Fundur settur 12:03.

1.Raðning fræðslufulltrua

Rætt um ráðningu fræðslufulltrúa. Viðtöl voru tekin við sex umsækjendur. Tveir mannauðsráðgjafar, Ragnheiður Stefánsdóttir og Vala Jónsdóttir, voru framkvæmdastýru innan handar og tóku viðtölin að henni viðstaddri. Ráðgjafarnir leggja báðir til að Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir verði ráðin. Stjórn samþykkir að bjóða Uglu stöðuna.

2.Styrkbeiðni fyrir hinsegin sumarbúðir

Rætt um styrkbeiðni hinsegin sumarbúða sem fara fram í sumar. Félagið þarf því miður að halda að sér höndum fjárhagslega vegna óvissu um útgjöld á árinu og beiðninni er því hafnað.

3.Workplace pride ­vinnustaðavottun

Framkvæmdastýra hefur undanfarnar vikur verið í viðræðum við Workplace Pride. Þau eru mjög spennt að hefja formlegt samstarf um hinsegin vinnustaðaindex á Íslandi. Þau eru með stóran alþjóðlegan index sem passar fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru með fleiri en 1000 starfsmenn sem stórfyrirtæki og stofnanir hérlendis gætu tekið þátt í.

Við þyrftum þó einnig að þróa index sem myndi passa fyrir íslenskt samfélag og smærri fyrirtæki og stofnanir. Workplace Pride eru tilbúin til að aðstoða okkur við það okkur að kostnaðarlausu. Sá index yrði þá byggður á þeirra aðþjóðlega index. Þau eru einnig til búin til að aðstoða við kynningar og annað slíkt.

Næstu skref gætu verið:
· Skrifað yrði undir samstarfssamning við Workplace Pride.
· Við myndum fá helst eitt fyrirtæki/stofnun með 1000+ starfsmenn til að taka þátt í alþjóðlega indexinum.
· Við myndum þróa index sem hentar fyrir smærri fyrirtæki. Hér þarf að huga að fjármögnun. Þróunarvinnan er þó nokkur og þarf að einhverju leyti að eiga sér stað í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Hið sama á við um úrvinnslu og kynningar á indexinum. Ráðuneytið gæti stutt þess vinnu annarsvegar með þróunarfjármagni og hinsvegar með því að finna ríkisstofnanir sem væru tilbúnar til að vera með í indexinum sem vinnustaðir.

Póstur var sendur til velferðarráðuneytisins til að kanna áhuga á þeirra aðkomu. Einnig ákveðið að senda póst til Hinsegin daga til að skoða hvort hægt væri að fá nokkur fyrirtæki til að skrifa undir viljayfirlýsingu um þátttöku í indexnum á Pride í ágúst.

Fundi slitið 12:55

1,290 Comments

Skrifaðu athugasemd