14. Stjórnarfundur 2017

By 12. janúar, 2017mars 16th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Unnsteinn Jóhannsson – UJ, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Kitty Anderson – KA, alþjóðafulltrúi. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, meðstjórnandi. Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, nýkjörinn stjórnarmeðlimur frá trúnaðarráði. Erica Pike – EP, áheyrnarfulltrúi í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra.

Þann 12. janúar 2017 var haldinn fundur á KEX Hostel klukkan 17:17.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17:17

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 13. fundar samþykkt.

Unnsteinn Jóhannsson kemur á fund.

2. Aðalfundur – dagsetning

Aðalfundur Samtakanna ‘78 árið 2017 verður haldinn laugardaginn 18. mars. Tímasetning ákveðin síðar.

MHG hefur samband við Magnús Norðdahl vegna fundarstjórnar.

3. Möguleg hækkun gjaldskrár / tryggingargjalds fyrir útleigu

Tryggingagjald hækkað í 30.000 kr.

Endurskoða útleigusamning vegna ábyrgðar þeirra sem leigja.

Gjaldskrá verður hækkuð í samráði við Fríðu.

4. Félagsfundur í janúar

Félagsfundur verður haldinn 1. febrúari.

Þar verða kynntar lagabreytingatillögur og gerð drög að ályktun vegna Íslenskrar Erfðagreiningar.

5. Gagnavarsla (aðgangur að möppunni S78 verkefni eftir málaflokkum)

MHG og HBB yfirfara flokkaskiptingu og hverjir hafa aðgang að möppunni.

Kjörnir fulltrúar og virkir sjálfboðaliðar skulu hafa aðgang að möppunni. Í hana skulu ekki fara nein trúnaðargögn eða persónugögn.

Aðganginn skal uppfæra amk einu sinni á ári.

6. Endurgreiðsla á bílastæðagjöldum fyrir ráðgjafa?

Samtökin ‘78 munu ekki endurgreiða bílastæðagjöld ráðgjafa. Frekar munum við beita okkur fyrir hærri greiðslum fyrir störf þeirra.

7. Erindi frá Hrefnu og ungliðastarfinu um samstarf við félagsmiðstöðvar

Stjórn líst vel á verkefnið. Það skuli þó vera borið undir kjarnahóp ungliðanna með fyrirvara um að ungliðar geti beðið um endurskoðun á verkefninu hvenær sem er.

8. Aðkoma ráðgjafa að ungliðastarfi

HBB og MHG munu ræða við ráðgjafana um tengilið handa Hrefnu og öðrum umsjónamönnum ungliðanna.

9. Nýr karlkyns ráðgjafi

MHG mun reyna að nýta eigin tengingar við að finna nýjan ráðgjafa (helst karlkyns).

10. Pöntun á sleipiefni og töfrateppum – bæta við latexfríum smokkum?

Sólveig Rós mun panta sleipiefni og töfrateppi. Kaupum einnig lítið magn af latexfríum vörum sem yrði að biðja um sérstaklega þar sem þær eru mjög dýrar.

Setjum upp upplýsingar um tékk í rými Samtakanna.

11. Afmælisár

Kalla saman afmælisskipulagshóp sem skipuleggur dagskrá vegna afmælisárs Samtakanna ‘78 2018.

Sækja þarf fjármagn í samfélagssjóði.

12. Fríða, samningur og verkefni

Haldinn verður fundur með Fríðu. Á þeim fundi verði rædd þau verkefni sem Fríða er tilbúin að vinna og hvað er eðlilegt að borga fyrir þá vinnu.

13. Hljóðvist, álit frá hljóðverkfræðingi

Frestað

14. Samfélagsþjónar

Frestað

15. Erasmus +

Frestað

16. sjálfboðaliðadinner – ræða budget fyrir mat og áfengi/drykki

Gert er ráð fyrir 3.600 kr. á mann.

17. Vísindaferðir

Frestað

18. Skipun ritara

ÁBB er skipaður ritari Samtakanna ‘78.

Fundi slitið kl. 18:48

775 Comments

Skrifaðu athugasemd