14. Stjórnarfundur 2019

By 20. febrúar, 2019apríl 29th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Unnsteinn Jóhannsson (varaformaður), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (alþjóðafulltrúi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (gjaldkeri), Rúnar Þórir Ingólfsson (meðstjórnandi), Brynjar Benediktsson (áheyrnarfulltrúi)
Fundargerð ritar: María

Fundur settur: 16:28

1. Mistök við birtingu lagabreytingatillagna

Mistök stjórnar og starfsfólks urðu til þess að lagabreytingatillögur fylgdu ekki með aðalfundarboði 17. febrúar. Birta þarf tillögurnar á vef félagsins og senda til alls félagsfólks án tafar, með tölvu- eða bréfpósti.

Samþykkt að senda eftirfarandi orðsendingu til félagsfólks:

Kæra félagsfólk,

Lagabreytingatillögur fyrir aðalfund 2019 áttu að birtast á vef félagsins eigi síðar en 17. febrúar síðastliðinn. Vegna mistaka birtust tillögurnar fyrst á vefnum í dag, 20. febrúar. Biðjumst við innilega velvirðingar á þessum mistökum.

Ljóst er að ekki er löglegt að greiða atkvæði um tillögurnar á aðalfundi 3. mars, þar eð félagsfólk hefur ekki haft lögbundnar tvær vikur til að kynna sér þær. Stjórn leggur til tvær mögulegar leiðir til að leysa þessa stöðu:

a) Að aðalfundur ákveði hvort boða skuli til framhaldsaðalfundar eftir 1-2 vikur þar sem tillögurnar verði bornar undir atkvæði.
b) Ákveði aðalfundur ekki að boða til framhaldsaðalfundar, fari fram almenn umræða um tillögurnar á aðalfundi 3. mars 2019 en engin atkvæðagreiðsla. Tillögurnar verði síðan færðar nýrri stjórn, sem leggi þær fram á aðalfundi 2020.

Við biðjum félagsfólk innilega afsökunar á þessum leiðinlegu mistökum og vona að sem flest ykkar komi á aðalfund sunnudaginn 3. mars næstkomandi.

Virðingarfyllst,

stjórn Samtakanna ’78

2. Sjálfboðaliðakvöldverður

Vegna útskrifta úr skólum eru mjög fáir sem komast á sjálfboðaliðakvöldverð 23. febrúar. Samþykkt að flytja hann til laugardagsins 2. mars.

3. Afsögn úr stjórn

Þorbjörg Þorvaldsdóttir er ein í framboði til formanns og verður því sjálfkjörin í það embætti á aðalfundi 3. mars ef að líkum lætur. Hún tilkynnir stjórn að hún hyggist segja sæti sínu í stjórn lausu kl. 13:00 þann 3. mars 2019, þegar aðalfundur hefst. Kalla þarf núverandi trúnaðarráð saman til að skipa fulltrúa til að taka við sæti Þorbjargar.

Fundi slitið: 17:21

657 Comments

Skrifaðu athugasemd