15. fundur stjórnar S78 31. október 2012

By 14. nóvember, 2012mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi. Haukur Árni Hjartarson sat fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs.

Fjarverandi: Forföll boðuðu Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri og stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir og Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir.

Fundur settur 19:21

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Trúnaðarráðsfundur nýafstaðinn – yfirferð
    Rætt um umgjörð og aðstöðu fundarins sem haldinn var á Selfossi laugardaginn 27. október. Skiptar skoðanir um fundinn en þó almenn ánægja með framgöngu hans.
    Á hópefli og sprell erindi inn á svona vinnufundi?
    Hugmynd varpað fram um að líklega væri skynsamlegt að byrja ný starfsár á svona vinnudegi og einhverskonar hópefli – gott fyrir nýjan hóp að kynnast með þessum hætti.
    Hugsanlega þurfa að vera fastari skorður um hvernig sameiginlegir fundir stjórnar og trúnaðarráðs fara fram til að nýta tímann sem best og gera ekki lítið úr vinnu fólks og hlutverki félagsins.
    Rætt um mætingu á fundinn, hluti stjórnar kom ekki og lítill hluti trúnaðarráðs var á staðnum. Samtals voru 14 á staðnum þegar mest var – í trúnaðarráði einu saman eru 20 einstaklingar.
    Meðal ákvarðanna fundarins var að semja eigi verklagsreglur um mannréttindaviðurkenningu S78 fyrir aðalfund 2013 og stofna nefnd um ættleiðingar (og barneignir) hinsegin fólks.
  3. Nefndaskipan
    a) Verklagsreglur vegna mannréttindaviðurkenninga Samtakanna ’78
    Ákveðið hefur verið að nefnd sem fjalla mun um mannréttindaviðurkenningar S78 verði svo skipuð: 
    Sigurður Júlíus Guðmundsson, stjórn, Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir, trúnaðarráði, Gunnar Helgi Guðjónsson, trúnaðarráði.
    Nefndin skili stjórn fyrstu drögum fyrir fyrsta fund stjórnar í desember 2012.
    b) Nefnd vegna afmælisárs 2013
    Á fundi með trúnaðarráði var lagður grunnur að hugmyndum að dagskrá afmælisárs.
    Stjórn ákvað á ellefta fundi sínum að í afmælisnefnd sitja: Mummi, Svavar og Árni Grétar.
    Ákveðið að Ugla Stefanía Jónsdóttir taki einnig sæti í nefndinni auk þess sem óskað verður eftir fulltrúum frá trúnaðarráði.
    Stefnan tekin á að um áramót verði tilbúin drög að dagskrá afmælisárs. Guðmundur og Árni Grétar koma nefndinni af stað.
    c) Nefnd um ættleiðingar (og barneignir) hinsegin fólks
    Fundur með trúnaðarráði samþykkti að setja á fót fimm manna nefnd um ættleiðingar (og barneignir) hinsegin fólks. Nefndin verði svo skipuð: Fulltrúa úr stjórn, f
    ulltrúa trúnaðarráðs, tveimur fulltrúum úr rannsóknarhópi íslenskrar ættleiðingar, einum utan að komandi aðila. Anna Pála Sverrisdóttir hefur verið valin sem fulltrúi trúnaðarráðs. Stjórn samþykkir að Gunnlaugur Bragi verði fulltrúi stjórnar í nefndinni.
  4. Jólabingó
    Vinabær: Föstudagurinn 7. desember kl. 20:00.
    Leiga á salnum er 60.000 + 10.000 kr. fyrir þrif.
    Höfum leyfi til að vera með sölu á varningi og veitingum.
    Söfnun vinninga er að fara af stað undir umsjón Ragnheiðar Ástu.
    Í ljósi þess að um föstudag er að ræða: Muna að taka fram í auglýsingu að áfengi er ekki leyfilegt á bingóinu. Spurning að hafa opið hús í S78 eftir bingó.
    Gunnlaugur fer að skoða með dráttarstjóra (kynna) á kvöldinu
  5. Dagsetning fyrir félagsfund í nóvember
    Félagsfundur að hausti verður þá fimmtudaginn 15. nóvember.
    Boða þarf til fundarins eigi síðar en 8. nóvember.
    Drög að dagskrá félagsfundar:
    Drög að fjárhagsáætlun 2013
    Starfið á árinu
    Kynna nefndir sem stofnaðar hafa verið að undanförnu
    Fara yfir hugmyndir varðandi afmælisár
  6. Önnur mál
  • Jólaball
    Vilji innan stjórnar að standa fyrir jólaballi ef samstarfsaðili finnst. Árni Grétar og Haukur Árni halda utan um málið.
  • IcelandExpress
    Samkvæmt bréfi dagsettu 31. október hefur Iceland Express sagt upp samstarfssamningi þeirra við S78 í ljósi yfirtöku WOW air á IEX. Í samningnum var ekkert uppsagnarákvæði og hann er því að öllum líkindum óuppsegjanlegur út árið 2013. Gunnlaugur og Árni Grétar skoða málið.
  • Svavar ræðir um auglýsingar í gegnum tölvupóst félagsins, viðburði í nafni S78 verður að samþykkja eða fjalla um inni í stjórn, hvernig ákvarðanir eru teknar um fulltrúa S78 í nefndum og hópum verður að vera skýrt.
  • Ráðning fræðslufulltrúa
    Ugla Stefanía vék af fundi kl. 20:54.
    Viðtölum vegna ráðningar fræðslufulltrúa er lokið.
    Umræður um þróun fræðslunnar á næstu misserum, hlutverk fræðslufulltrúa og stjórnar í þeim efnum.
    Stjórn samþykkir að ráða Uglu Stefaníu Jónsdóttur í 50% starf fræðslufulltrúa fram til loka maímánaðar 2013. Stjórn mælist jafnframt til þess að Ugla víki úr stjórn.
    Innan ráðningartímans verður unnið að skipulagi og stefnumótun fræðslumála Samtakanna ’78 í samstarfi við fræðslunefnd.
    Formaður og framkvæmdastjóri leita eftir einstaklingum í fræðslunefnd en hana skal skipa á næsta fundi stjórnar.
    Framkvæmdastjóri svarar öðrum umsækjendum að ráðið hafi verið í starfið.

Fundi slitið 22:02.
Næsti fundur: miðvikudagur 14. nóvember 2012 kl. 19:15.
Fundarritari: Gunnlaugur Bragi, gjaldkeri.

5,561 Comments

Skrifaðu athugasemd