15. Stjórnarfundur 2017

By 20. janúar, 2017mars 16th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Kitty Anderson – KA, alþjóðafulltrúi. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, meðstjórnandi. Erica Pike – EP, áheyrnarfulltrúi í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 20. janúar 2017 var haldinn fundur að Austurbrún 26 klukkan 19:17.
Fundargerð ritaði Benedikt Traustason.

Fundur settur 19:17

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 14. fundar samþykkt.

2. Afmælisár

Rætt var um styrkumsóknir í samfélagssjóði vegna dagskrár afmælisársins. Gera á yfirlit yfir þá samfélagssjóði sem sótt verður um í. Útbúa þarf drög að umsóknarbréfi sem verður hægt að laga að hverjum sjóði fyrir sig. Rætt var um að senda boðsbréf til sérstaks hóps félagsmanna og óska eftir aðstoð þeirra með það að augnamiði að halda sögu félagsins á lofti á afmælisárinu.

3. Fríða, samningur og verkefni

GSV mun hafa samband við Fríðu og boða hana á fund ásamt því að heyra hvað hún hefur að segja í sambandi við húsumsjón. Rætt var um launafyrirkomulag og hugsanlegar verktakagreiðslur.

4. Samningur við Tjörnina, setja rekstrarfé

Ákveðið var að í samstarfssamningi Samtakanna við Tjörnina vegna tilraunaverkefnisins um þjálfun starfsmanna félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar munu Samtökin útvega rekstrarfé vegna efniskostnaðar. Ekki verður tiltekin ákveðin upphæð.

19:37 ÁBB gengur af fundi

5. Hljóðvist, álit frá hljóðverkfræðingi

Óformlegt tilboð fékkst frá hljóðverkfræðingi um hljóðvistarúttekt á Suðurgötu 3 en hún kostar um 100.000,-. Stjórn ráðstafaði 300.000,- á seinasta ári í hlóðvist húsnæðisins. Rætt var um mismunandi útfærslur á betri hljóðeinangrun í ráðgjafarherberginu. Samþykkt var að skipta verkefninu upp í tvennt; að hljóðaeinangra ráðgjafarherbergið betur og síðan bætt hljóðvist í sal. HBB mun hafa samband við hljóðverkfræðing um næstu skref og hvort hægt sé að skipta úttektinni í tvennt.

6. Félagatal, hverjir eiga að fá greiðsluseðil

Senda á greiðsluseðil á alla á félagaskrá sem eru um 1.400 manns.  Rætt var um kostnað vegna útsendra greiðsluseðla.

7. Samfélagsþjónar

HBB fékk svar frá fangelsismálastofnun um að Samtökin væru á lista yfir þá sem geta fengið samfélagsþjóna.

8. Erasmus +

Dreifa þarf upplýsingum um hvaða námskeið eru í boði fyrir kjörna fulltrúa, virka sjálfboðaliða, starfsmenn, ráðgjafa, hagsmunasamtök og fleiri. Í kjölfarið þarf að sækja um pláss í Erasmus+.

Samtökin geta fengið sjálfboðaliða í gegnum EVS og gæti sá möguleiki verið spennandi.

9. Vísindaferðir

Rætt var um hvort að bjóða ætti upp á vísindaferðir til reynslu þar sem starfsemi félagsins yrði kynnt, spurningum svarað og boðið upp á almennt samtal um hinsegin málefni. Verkefnið verður skoðað nánar eftir áhuga sjálfboðaliða og starfsfólks. Ferðunum yrði að vera lokið kl. 20:00 því þá hefst Q kvöld.

10. Samtakamátturinn

Fyrr í dag var fundað með sjálfboðaliðum í tengslum við Samtakamáttinn. Fundað verður a.m.k. vikulega fram að fundinum. Drög að kynningamálum voru kynnt fyrir stjórn ásamt fyrirkomulagi í sambandi við mat. Stefnt verður að því prentaðir verði taupokar og boðið verði upp á barnagæslu í Ráðhúsinu á meðan á viðburðinum stendur.
Mönnun fundarins og borðstjórn er næsti stóri pósturinn. Byrjað er að leggja drög að málefnaflokkunum og verða þeir líkast til sex.

11. Önnur mál

·Bílastæði
Rætt var um bílastæði og lóðarskikann sem er í eigu Samtakanna á bílaplani Happdrætti Háskóla &Iacut
e;slands. Skoðaður verður möguleikinn á hvort hægt sé að nýta skikann undir stæði fyrir starfsfólk og ráðgjafa.

·Opin kvöld
Í desember og janúar reyndist erfitt að manna opnu húsin og kæmi til skoðunar að færa opnu húsin yfir á föstudaga. Í viðhorfskönnunninni verður spurt hvaða dagur kæmi helst til greina.

·Nýsköpunarsjóður
Samþykkt var að SR myndi annast það mál.

Fundi slitið: 21:19

298 Comments

Skrifaðu athugasemd