17. stjórnarfundur S78 28. nóvember 2012

By 17. desember, 2012mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson (Gulli), Fríða Agnarsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson og Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir (Ragga) og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Haukur Árni Hjartarson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Guðmundur Helgason (Mummi) boðaði forföll.

Fundur settur 19:26

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Skipan í fræðslunefnd
    Matthias Matthiasson og Sigríður a.k. “Erika Pike” hafa boðið sig fram í nefndina. Stjórn telur æskilegt Ugla sé í þessari nefnd. Árni Grétar ræðir við hana. Mummi ætlar að hafa samband við Auði Halldórsdóttir og kanna hvort hún hafi einnig áhuga.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra vegna umsóknar RVKborgar um World Out Games 2017
    Fyrsti fundur var með öllum þeim sem hugsanlega kæmu að þessu. Nefnd sett til að setja saman tilboðsgögn og er Hannes Páll (Sasi) fyrir hönd Styrmis og að hluta til hinsegin senunnar í henni en einnig var óskað eftir Árna Grétari sem hann samþykkti. Verði þetta að veruleika þá yrði þetta stærsti viðburður sem Reykjavíkurborg hefur nokkurtíman haldið.
    Útgangspunktur RVKborgar er mjög öflugur mannréttindapakki s.s. ráðstefna sem yrði í vikunni fyrir leikana.
    KPMG hafa tekið að sér ýmis verkefni þessu tengt og er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu öllu.
  4. Jólabingó – menningarkvöld
    Jólabingó: Búið að sækja flesta vinninga. Ragga ætlar að taka saman það sem eftir á að sækja og raða niður svo hægt sé að dreifa því á hverfi og einstaklinga.
    Ragga tekur saman vinninga og reynir að flokka niður í pakka. Spurning bara hversu margar umferðir svo vitað sé hversu marga vinninga þarf að búa til.
    WOW –air ætlar að standa við samningana sem Iceland Express hafði gert við okkur og láta okkur fá gjafabréf uppá flugferðir fyrir bingóið. Árni Grétar mun ganga frá því.
    Menningarkvöld: Búið að tala við 3 upplesara, einn hefur samþykkt hinir 2 eru í vinnslu. Tónlistaratriði ekki komin en verið að kanna ýmsa möguleika.
  5. Önnur mál
  • Þarf að ýta eftir því að trúnaðarráð skipi fulltrúa frá sér til að taka sæti í stjórn í stað Uglu.
  • Fríða óskar eftir aðstoð við innkaup á gosi – Ragga fer með henni. Nó til af nammi þannig að ekki þarf að kaupa slíkt.
  • Tillaga um að gera samning við Hinsegin kórinn um að gegn því að fá aðstöðuna fría skuldbindi kórinn sig við að syngja amk 2-3 yfir árið á vegum/viðburðum S’78.
  • Undirritaðir verða samningar við WOW-air næsta mánudag. Svipaður samningur og IceExpress gerði við okkur.
  • Árni Grétar vill draga sig út úr ball-nefnd sökum þess að hann er í þann vegin að fara að opna skemmtistað og vill því koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Gulli tekur hans stað.
  • Árni Grétar óskar eftir launalausu leyfi frá miðjum mars til byrjun maí. Var það samþykkt af stjórn. Hann leggur til að Gunnlaugur Bragi taki við hans starfi.
  • Á húsfélagsfundi sem Árni Grétar óskaði eftir sökum vatnsleka og skemmda var ákveðið að fá verkfræðing til að skoða svalirnar og lekann áður en farið yrði í einhverjar framkvæmdir.

Fundi slitið 20:20
Næsti fundur þriðjudagur 11.des 17:30
Fundarritari: Fríða Agnars

6,894 Comments

Skrifaðu athugasemd