18. Stjórnarfundur 2017

By 21. desember, 2017mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 21. desember 2017 var haldinn fundur að Engjateigi kl. 17:30.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17:40

1. GLSEN

SR, MHG, DA og fleiri hittast innan skamms og ræða hvernig könnun GLSEN verði kynnt.

2. Námskeið jafningjafræðara

Umræður um jafningjafræðslunámskeið í janúar og þátttakendur af landsbyggðinni. Stefnt er að því að afla fjármagns til að auðvelda þátttöku félagsmanna af landsbyggðinni.

3. Ritstjóri 40 ára afmælisrits

Formanni gefið umboð til að ráða ritstjóra 40 ára afmælisrits S78 skv. meðmælum afmælisnefndar til stjórnar.

4. Fjármögnun afmælisrits

MHG, DA og tilvonandi ritstjóri afmælisrits munu ræða fjármögnun ritsins.

Fundi slitið 18:00

300 Comments

Skrifaðu athugasemd