19. stjórnarfundur S78 9. janúar 2013

By 23. janúar, 2013mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson (Gulli), Fríða Agnarsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson, Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir (Silla) og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir (Ragga) boðaði forföll.

Fundur settur 17:30

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt með örlitlum breytingum á 3ja lið.
  2. Nýársboð S78
    Laugardaginn 12.jan kl. 19:00. Búið að senda boðsbréf á alla.
    Fordrykkur í boði. Bjóðum upp á læri og með því. Árni kannar hvort möguleiki sé að fá afnot af ofninum hjá Pétri Óla. Fríða og Árni Grétar tala sig saman varðandi innkaup.
    Silla gerir pönnukökur, Mummi ostaköku.
    Mummi kemur um kl. 4 og hugsanlega Gulli einnig og undirbúa kvöldið. Árni Grétar er fyrir á staðnum.
  3. Aðalfundur – dagsetning og framhald á nefndastarfi fram að fundi
    9.mars kl. 14:00
    Frambjóðendur kynntir á vefnum og það auglýst vel, teljum óþarfi að hafa kynningarfund áður.
    Löggubæklingur í vinnslu.
    Mannréttindaviðurkenningarnefndin: skilar af sér á næsta fundi
    Afmælisnefndin er að störfum og mun vinna áfram allt árið.
    Húsnæðisnefnd: er í smá biðstöðu þar til viðgerðir og lekamál eru komin í lag.
    Ættleiðingamálanefnd: Var í smá dvala en eitthvert skrið komið á þetta aftur núna.
    Heilbrigðismálanefnd: Smá vinna farin af stað en ekkert formlegt starf.
    Nefnd um málefni eldrafólks: Hver er þörfin? Er þörf? Hvernig nálgumst við þennan hóp?
    Nefndirnar skila af sér smá greinagerð fyrir aðalfund til að setja í skýrslu. Mummi sendir á nefndarfólkið beiðni um slíkt.
  4. Jóla- og áramótaball S78 – yfirferð
    Gekk bara nokkuð vel. Mæting nokkuð góð. Innkoma 202.500 kostnaður c.a. 20.000 þús.
    Spurning um hvort miðaverð hafi verið örlítið of hátt í forsölu og bara almennt. Þegar það er ekkert sem trekkir að þá er fólk ekki til í að greiða of mikið inn. Hafa frekar ódýrt í forsölu. Þurfum að hafa einhverja gulrót til að fólk sé til í að borga sig inn.
  5. Bás á aðalfundi Samfylkingarinnar?
    Samfylkingin býður okkur til að hafa kynningarbás á komandi landsfundi. Ef við tökum þessu boði þá þurfum við að vera tilbúin til að fara inn á landsfundi allra flokka. Þetta er mjög viðkvæmt mál og spurning hvort við séum að fara inn á grátt svæði með því að samþykkja svona boð. Erum við að tengja okkur við flokkinn með því að fara inn á svona fund eða erum við óháð allri flokkapólitík. Miklar og heitar umræður mynduðust og ekki er einhugur um málið.
    En óháð allri pólitík eða ekki pólitík þá teljum við mönnun á svona fund sé mjög hæpin ef við þurfum að vera allan tímann þ.e. föst, laug og sun. Ef hægt er að vera bara einn dag eða part úr degi þá samþykkir meirihluti það. Ákveðið að senda út bréf á aðra flokka þar sem við bjóðum þeim slíkt hið sama. Einnig senda á hinn almenna félagsmann um að þetta standi til og að við séum að bjóða öðrum flokkum slíkt hið sama. Árni Grétar skrifar bréfið með smá aðstoð frá Sigga
  6. Önnur mál
  • Helgimyndin? Ekkert heyrst frá ÁST. Árni Grétar hefur samband við Grétar en Þorvaldur ætlar þó að endurbæta samninginn áður en hann verður undirritaður.
  • Endanleg tala á greiðandi félögum 2012 er ekki komin en Gulli er ný búinn að senda póst á Pétur Óla og óska eftir þeim.
  • Vefur Trans-Íslands hefur lengi legið niðri og vaknaði því upp spurning hvort S78 ætti kannski að bjóða hagsmunafélögum að vera með undirsíðu inni á vefnum okkar. Við höfum amk getu til þess að bjóða þetta og svo framarlega sem hófs er gætt þá ætti kostnaður ekki að aukast við það. Samþykkt að bjóða þetta eða amk að félögin hafi hlekk inn á þeirra síðu, þeirra val hvort félögin vilja.

Fundi slitið 19:41
Næsti fundur miðvikudaginn 23. Jan 17:30
Fundarritari: Fríða Agnars

 

281 Comments

Skrifaðu athugasemd