2. Stjórnarfundur 2015

By 27. apríl, 2015apríl 8th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundurinn var haldinn á Kiki bar að Laugavegi 22 í Reykjavík. Fundinn sátu Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA), Jósef Smári Brynhildarson ritari (JSB), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV) og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ). Einnig sátu fundinn Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SMM) og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri (ÁGJ).
Forföll: Matthew Deaves meðstjórnandi (MD)

Ár 2015, mánudaginn 27. apríl kl.17:15 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Jósef Smári Brynhildarson ritaði fundargerð.

1.Hatursorðræða, ‐glæpir og mismunun: Kærumál vegna hatursorðræðu

Rætt er um kærur Samtakanna ‘78 á hendur 10 aðilum vegna hatursfullra ummæla sem látin voru falla í opinberri umræðu í kjölfar ákvörðunar Hafnarfjarðarbæjar um miðjan mánuðinn um að efla hinsegin fræðslu í sveitarfélaginu.

Stjórn hefur samþykkt að fela Björgu Valgeirsdóttur hdl. hjá DIKA lögmönnum að kæra 10 aðila til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hatursfullra ummæla. Kært er á grundvelli gr. 233a hegningarlaga og voru kærurnar lagðar fram á Lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík kl. 8.30 í morgun. Kærurnar hafa undanfarna daga verið unnar í nánu samráði og samvinnu við Björgu sem mun reka málið f.h. samtakanna.

Fjölmiðlar hafa beðið um að sjá efni kæranna en stjórn hefur ekki rætt um efni þeirra eða þá aðila sem kærðir eru. Tekin hefur verið sú stefna hingað til að láta lögreglunni eftir rannsókn málsins og tala almennt um það, ekki síst til að tryggja að umræða verði sem faglegust og á sem hæstu plani. Rætt um hvort, og þá hvernig, mögulega eigi að opinbera ummælin. Samþykkt eftir samráð við Björgu að bíða átekta með að senda nokkuð út um efni kæranna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.00.

314 Comments

Skrifaðu athugasemd