2. Stjórnarfundur 2016

By 22. mars, 2016mars 20th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson, Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Júlía Margrét Einarsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir.
Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir.
Forföll boðaði Ásthildur Gunnarsdóttir.

Ár 2016, þriðjudaginn 22.3 2016 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 í húsnæði samtakanna að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Fundinn ritaði Júlía Margrét Einarsdóttir

1. Næstu skref varðandi félagsfundinn ­ að hverju þarf að huga?
2. Samstarfssamningur við RVK vegna ungliðastarfsins
3. Universal Periodic Review fyrir SÞ yfirferð og samþykkt.
4. Umbunarkerfi fyrir sjálfboðaliða (ef tími gefst til).

Fundurinn hefst á þriðja lið.

3.Universal Periodic Review fyrir SÞ yfirferð og samþykkt.

Auður framkvæmdastýra talaði við mannréttindastofu Íslands og við vorum hvött til að benda bara á þau atriði sem við viljum impra á. Auður hefur sett inn á aðaltorgið þau atriði sem hún er komin með og þar er af ýmsu að taka. Sem dæmi má nefna vantar allsherjar mismunalöggjöf en eins og hún stendur núna varðar hún eingöngu karl vs kona. Ennfremur vantar stefnumótun varðandi hatursglæpi og ekki má gleyma hatursorðræðumálinu frá því í fyrra. Auður bendir hinsvegar á að vert sé einnig að benda á það sem vel hefur verið gert eins og til dæmis ráðning Eyrúnar. Svo er farið yfir kynleiðréttingar og skort á löggjöf sem tryggir friðhelgi intersexfólks. Það kom ný aðalnámsskrá 2011 og hún tekur markvisst á hinsegin málefnum. Mikil vöntun er hins vegar á þjálfun í hinsegin málefnum hjá þeim sem vinna að málum hælisleitenda, og fram kemur að við fordæmum að hinsegin hælisleitendur séu sendir til Ítalíu þar sem vitað er að aðstæður fyrir þá geti verið hættulegar. Það er deadline á fimmtudaginn og þá verður þetta sent í tölvupósti.

1.Næstu skref varðandi félagsfundinn.

Hilmar spyr hvaða viðbrögð við höfum fengið við félagsfundarpælingum og þau hafa ekki verið sérstaklega mikil. Gerð var athugasemd um að við værum ekki að gera fólki kleift að kjósa utan kjörfundar sérstaklega í ljósi þess að Hinsegin Norðurland verði líklega hagsmunafélag og mikilvægt að þeir sem ekki geti verið í Reykjavík þegar fundur fer fram geti kosið. Eins og stendur er hinsvegar ekki skýr lagaheimild fyrir því svo við getum ekki boðið upp á það á félagsfundinum.
Við munum leggja til að Björg sjái um fundarstjórn en Villi Vill hefur boðist til að rita fundinn. Staðan á félagatalinu er sú að síðan á aðalfundi hafa 41 skráð sig í og 30 úr félaginu. Við þurfum að velja nálgun fyrir umræðufundinn 7.apríl. Það var mjög gott fyrirkomulag á síðasta umræðufundi að fólk kom upp í pontu og tjáði sig, þá vöknuðu ekki rifrildi heldur fékk hver og einn tækifæri til að tjá sig án truflunar. Einnig gerir það ritara betur kleift að rita fundinn. Kittý býður sig fram til að stýra umræðufundinum 7.apríl og er það samþykkt.

2.Samstarfssamningur við RVK vegna ungliðastarfsins

Baksaga málsins er reifuð fyrir nýjum stjórnarmeðlimum. Auður segir frá því hvernig stjórn hefur leitað var til Kamps til að aðstoða okkur við að búa till verklagsreglur fyrir sjálfboðaliða og þjálfa þá. Sest var niður með RVKborg í kjölfarið á því að upp komu fagleg álitamál sem fylgja þeirri þróun að þátttakendur í ungliðastarfi eru yngri hópur en áður var og viðkvæmari í ljósi þess að um börn er að ræða og ekki sama hvernig staðið er að faglegri vinnu með þeim. Óskað var eftir aðstoð frá Reykjavíkurborg. Upp kom atvik í kjölfarið sem ítrekaði mikilvægi á samstarfið en Reykjavíkurborg tók strax vel í málið. Lendingin er að Kampur mun koma inn í starfið og við munum líklegast fá fjármagn frá mannréttindaráði fram að áramótum. Það fer í að greiða Kampi fyrir fastan starfsmann sem mætir alltaf og verkstýrir starfi og sjálfboðaliðum. Við berum ábyrgð á sjálfboðaliðunum sem verða samt áfram undir faglegri verkstjórn. Búið er að rissa upp samning sem vænst er til að hægt verði að undirrita í næstu viku. Reykjavíkurborg segir það vera faglega óverjandi að hafa starfið fyrir 13­20 og það verði að vera 13­17 en Auður samdi við Dagbjörtu um að halda víðara aldursviðmiðinu allavega fram að hausti. Ekki er talið æskilegt að ungliðar komi sjálfir að því að ákveða verklag á þessu stigi. Þegar Reykjavíkurborg er komin í samstarfið með sína faglegu þekkingu verður ungliðalýðræði þó virt og ungmennin þátttakendur í að móta starfið. Rætt er mikilvægi þess að setja ramma um ungliðastarfið og að sjálfboðaliðar starfi innan hans enda hafa atvik komið upp sem sýna brýnt mikilvægi þess. Það þarf að vera verklýsing fyrir sjálfboðaliða, Unnsteinn leggur til að fólk fari í gegnum verkferla og leggur til dæmis til að sjálfboðaliðar sitji námskeið. Auður hlýtur einróma leyfi stjórnar til að skrifa undir samninginn við Reykjavíkurborg. Mannréttindastýra hefur lagt til að við sækjum um styrk, Kampur segir okkur hvað við þurfum háan styrk fyrir þessu og styrkurinn greiðir það. Kampur er tilbúinn til að byrja starfið þegar í stað þrátt fyrir að styrkurinn berist ekki fyrr en í maí. Í samningnum kveður á um að tveir umsjónarmenn verði sjálfboðaliðar á okkar vegum, þjálfun umsjónarmanna verði þá tekin í skrefum. Faglegheit eru sérlega mikilvæg þegar aðilar eru á þessum aldri en beðnir hafa borist frá börnum niður í tólf ára að fá að taka þátt í starfinu.

4.Umbunarkerfi fyrir sjálfboðaliða (ef tími gefst til).

Dagskrárlið frestað fram á næsta fund.

Fundi slitið 13:06

505 Comments

Skrifaðu athugasemd