20. Stjórnarfundur 2014

By 28. janúar, 2014júní 16th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir, Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Örn Danival Kristjánsson, Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs).
Fjarverandi: Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi).

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir.

Fundur settur: 17:37.

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt.

Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt.

2. Stefnumót stjórnar og trúnaðarráðs 1. febrúar

ÁG segir frá tillögu um að kaupa lasagne í stórum stíl og meðlæti. Verum í húsi S78 og bjóðum upp á ódýrari bjór. Fríða samþykkir það.
Þau sem mæta fá frítt inn á ball kvöldsins í boði Pink Iceland.
APS og GHG búin að hringja í alla trúnó meðlimi og tilkynna dagskrá frá 17-21, ásamt því að ræða framhaldið og þróun á samstarfi stjórnar og trúnó.
Umræða um dagskrána, uppbyggjandi spurningar og umræður ásamt félagslegum verkefnum/leikjum. ÁG ábyrgur fyrir endalegri uppstillingu á dagskrá en með stjórn með í ráðum. GHG mun vera tengiliður við Auði sem mun ítreka.

3. Sjálfboðaliðagaym 14. febrúar

Fríða talar um að það sé fullseint að bjóða núna. ÁG spyr hvort stjórn vilji að bréf verði sent, sem hefur verið hefðin.
SAS spyr um Hallveigarstaði. ÁG ætlar að athuga með það á morgun og þá senda út bréf á morgun ef hægt er.
Fríða biður stjórn um að skoða skjalið yfir sjálfboðaliða, til að tryggja að enginn gleymist.

4. Móttaka fyrir skrifstofu borgarstjórnar

ÁG talar um að það sé klárt. Beiðni barst í gær um hvort við gætum tekið á móti skrifstofu borgarstjórnar sem er í óvissuferð. Búið er að segja já við því. Þetta verður á föstudaginn. Koma um 17.30 og verða í klukkutíma. Ugla verður með sýnidæmi um fræðsluna.
APS hvetur stjórn til að mæta og vera með.

5. Úganda-samstarf

Fundur með Amnesty í gær og eru þau jákvæð fyrir því að styðja við verkefnið. Unnsteinn fer fyrir undirbúningshópnum. Verið er að skoða staði til að halda tónleikana á.
Umræða um að vera með viðburðinn í miðri viku.
Páll Óskar og Jóhanna Sig eru til í að vera verndarar viðburðarins.
ÁG og Villi eru að skoða annan félagsfund, síðasti var ekki löglegur vegna lélegrar mætingu.
Rætt um að halda hann á laugardaginn, fyrir fund stjórnar og trúnó, þannig að hann verði löglegur. ÁG leggur til að þetta verði eina atriðið á næsta fréttabréfi.

6. Kynningarmál S78

Siggi ræðir um að stofna nefnd til að sjá um kynningarmál, þá í víðari skilningi heldur en bara ritnefnd. Rætt um að nota Twitter í meira mæli.
APS ræðir að framkvæmdastjóri og stjórn vita helst hvað er á döfinni, en ÁG bendir á að með nefnd eða starfshópi mætti auka efnið og tengja við erlendar fréttir, viðtöl og fleira.
Umræða um hvernig efni við viljum setja inn á heimasíðuna. APS leggur til að stofna einhvern hóp eða gera einhvern ábyrgan fyrir því að skoða þessi mál og setja einhvers konar stefnu og starf í gang.
Siggi er að vinna í nýrri heimasíðu.
SAS leggur til að við spyrjum trúnó á laugardaginn út í heimasíðuna, þ.e.a.s. hvernig þau myndu vilja sjá hana. GHG mun ræða við Auði, en þau ásamt Sigga munu skoða það að velta þessum hlutum fyrir sér. Niðurstöður úr þeirri vinnu munu liggja fyrir á næsta stjórnarfundi.

7. ÓL-aðgerðir x2

Hugmynd um þögul mótmæli 7. feb (við setningu leikanna). Hin hugmyndin er að bjóða ÓL förum og ráðherrum upp í S78. Spurning um að gera annað hvort, stjórn hrifnari af hugmyndinni um að bjóða til okkar.
ÁG og Eva María (Pink) eru að skoða hugmyndir um boð til okkar, það þarf að skoða það strax á morgun. Önnur mannréttindasamtök velkomin til að vera með.

8. Rukkun félagsgjalda og skírteini

ÁG er búinn að panta og er að fá skírteini, fyrsta umferð af rukkunum er komin út.

9. Trúnaðarmál

Trúnaðarmál

10. Önnur mál

a) Minna á ráðgjöfina

SAS ræðir um að minna annað slagið á ráðgjöfina. Rætt um góða stemmningu meðal ráðgjafana.
Siggi segir að Matti sé spenntur fyrir stefnu gegn einelti. Stjórn leggur til að hann verði beðinn um að skrifa drög að slíku fyrir okkur. SAS mun spyrja út í það.

Fundi slitið: 18:37.
Næsti fundur verður: 11.02.2014 kl. 17:30 eða kl. 20:00.

259 Comments

Skrifaðu athugasemd