29/3 2017 Fyrsti fundur trúnaðarráðs 2017-2018

By 29. mars, 2017mars 11th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Trúnaðarráð Samtakanna '78

Starfsárið 2017 – 2018

1. fundur

Fundur settur kl. 18.23

Þessi fundur er haldin innan tveggja vikna eftir aðalfund, samkvæmt lagabreytingar seinasta aðalfundar.

1. Kosningar í stjórn trúnaðarráðs

Val á formanni trúnaðarráðs, varaformanns, áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúi.

Reynir Þór Eggertsson er kosinn formaður. Jóhann G. Thorarensen kosinn varaformaður. Marion Lerner er kosin áheyrnarfulltrúi og Guðjón Ragnar Jónasson er kosinn varaáheyrnarfulltrúi.

Formaður og varaformaður eiga að sjá almennt um trúnaðarráð, setja fundi fjórum sinnum á ári og sameiginlega fundi með stjórn Samtakanna, áheyrnarfulltrúar og varaáheyrnarfulltrúi eiga að vera samgönguleið milli stjórnar og trúnaðarráðs og sitja þar með fundi með stjórn Samtakanna ' 78.

Reynir tekur við sem formaður trúnaðarráðs.

2. Skipulag starfsins

Leggur fram að setja fram dagskrá svo hljóðandi að halda einn fund fyrir sumarið og þrjá eftir sumarið til að uppfylla lágmarkskröfur. Leggur fram að halda fund seinni hluta maí til að skerast ekki á lokapróf í skólum.

Stjórn trúnaðarráðs verður síðan í samræðum við stjórn Samtakanna um fundi þeirra á milli sem eiga að fara fram að minnsta kosti tvisvar á ári. Lagt til að sá fyrsti verði í maí.

Lagt til að notast verði við Doodle til að setja upp fundi og önnur samskipti fari fram á Facebook. Látið vita af fundum með tveggja vikna fyrirvara.

Lagt til að þeir meðlimir trúnaðarráðs beri að tilkynna forföll. Mikilvægt er að uppfæra upplýsingarnar um sig innan Facebook trúnaðarráðs grúppunni svo hægt sé að hafa samband ef eitthvað kemur upp á. Meðlimir hagsmunafélagana sem og trúnaðarráðs eigi allir að vera þar inni.

María Helga sér um að útbúa facebook grúppu með meðlimum trúnaðarráðs.

3. Vinnureglur

Talað sé ensku eftir þægindaramma hvers og  eins þar sem ekki allir í trúnaðarráði eru af íslensku bergi brotnir, ef koma upp vandamál eða fólk vill tjá sig á íslensku að útskýra þá fyrirfram eða eftirá hvað fram fer á íslensku.

Miðað við að klára fundi á klukkustund.

Reyna að virkja sem flesta í samræðunum og að taka ekki of mikið pláss í samræðunum á fundum.

Taka þátt í opnum húsum á fimmtudögum. Skjalið má finna á aðaltorginu.

Fundi slitið 19.30

240 Comments

Skrifaðu athugasemd