3. Stjórnarfundur 2018

By 7. maí, 2018mars 5th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Rúnar Þórir Ingólfsson (gjaldkeri), María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Sigurður Júlíus Guðmundsson (varaformaður), Marion Lerner (meðstjórnandi), Daníel E. Arnarsson (framkvæmdastjóri), Unnsteinn Jóhannsson, Þórhildur (meðstjórnandi, á Skype) og Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari).

Fundur haldinn að Suðurgötu 3
Fundargerð ritar Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Fundur settur: 19:09

1. Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri kynnti sjóðstreymi og fjárhagsáætlun miðað við þrjár forsendur.
María Helga bað Daníel að útskýra hvaða breytingar væru nauðsynlegar til þess að við getum staðið undir skuldbindingum okkar og hlutverki. Eftir umræður um aukið álag í starfinu og þá sérstaklega fræðslustarfinu mælti Daníel með því að við veljum þá forsendu sem inniheldur þrjú stöðugildi: framkvæmdastjóra í 100% starfi, fræðslustýru í 100% og 50% skrifstofustarfsmann.

19:48: Daníel víkur af fundi

Stjórn fór yfir skjölin og valdi þann valkost sem fól í sér mestu útgjaldaaukninguna. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Ákveðið var að hækka starfshlutfall fræðslustýru í 100% og ráða skrifstofustarfsmann í 50% starf frá og með 1. ágúst hið síðasta. Í þessu felst líka 40% hækkun á þóknun til ráðgjafa.

Fundi slitið 20:06

338 Comments

Skrifaðu athugasemd