3. Stjórnarfundur 2019

By 11. apríl, 2019apríl 29th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Rúnar Þórir, Rósanna Andrésdóttir, Daníel E. Arnarsson (framkvæmdastjóri), Edda Sigurðardóttir (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Bjarndís Helga Tómasdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson

Ritari: Bjarndís Helga
Fundur settur: 19.37

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Ritari les fundargerð og hún samþykkt samhljóða.

2. Heimsókn frá Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu félagsmiðstöðvar

Hrefna fer yfir stöðu félagsmiðstöðvarinnar. 40,7 einstaklingar koma á meðaltali á hverja opnun og er mæting stöðugt að aukast. Mikilvægt að féló komist í stærra og betra rými. 3-4 sjálfboðaliðar koma á hverja opnun en fjöldi ungmenna sem mætir fer fljótlega að verða yfirþyrmandi verði baklandið ekki styrkt hið fyrsta. Það vantar fleira launað starfsfólk. Flest börnin koma af Reykjavíkursvæðinu en mörg koma þó úr nærliggjandi sveitarfélögum og jafnvel sveitarfélögum lengra frá t.d. Sandgerði og Hveragerði. Önnur sveitarfélög taka þó ekki fjárhagslega þátt í rekstri félagsmiðstöðvarinnar. Samtökin 78 eru í viðræðum við skóla- og frístundasvið.

Leiðir til þess að vekja athygli á stöðu félagsmiðstöðvarinnar ræddar. Unnsteinn nefnir kynningar og minnir á mikilvægi þess að virkja raddir ungmennanna í starfi S78.

Í dag (11.04.19) fékk félagsmiðstöðin aðild að samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi og eiga nú rétt á þátttöku í viðburðum SAMFÉS.

Ábending frá ungmennunum: Fræðslu/opið hús fyrir foreldra hinsegin barna og ungmenna. Þessari ábendingu er vel tekið og Heiðrún og Unnsteinn sett í skipulagningu á því.

3. Málefni hælisleitenda og flóttafólks

Daníel biður um að stjórn skipi nefnd um málefni hælisleitenda og flóttafólks. Þjónustuliður sem við fáum ekki greitt fyrir og þarf að leggja línurnar hvernig við tökum á þessum málum. Þjónustan sem nú er veitt snýr að andlegri heilsu einstaklinga og svo aðstoð í kerfinu. Umræða um ýmsar hugmyndir og fjármagn svo megi vinna sem best að málefnum þessa viðkvæma hóps. Edda spyr út í aðgerðaráætlanir. Daníel segir það mikilvægt að hafa skýra stefnu. Unnsteinn spyr út í stöðu mála þegar flóttafólk hefur fengið dvalaleyfi.

Rúnar spyr hver staðan sé á þessum hóp, er döff fólk í hópi hinsegin hælisleitanda. Ekki er vitað til að svo sé.

Rósanna og Þorbjörg munu taka þátt í starfshópi um málefni þessa hóps.

4. Sjóðstreymi 1. ársfjórðungs

Framkvæmdastjóri fór yfir sjóðstreymi. Fjárútlát hafa verið nokkuð meiri en við gerðum ráð fyrir. Daníel hefur farið vel yfir alla liði og við eigum enn eftir að fá greidda samninga og eins auglýsingatekjur. Í lok árs verður staðan mun betri en þó er mikilvæg að sýna varfærni í fjármálum.
Rætt er um lausnir og hvernig auka megi fjármagn til Samtakanna.

5. Önnur mál

Fjáröflunarnefnd:
Rætt var um stofnun nefndar sem vinna skal að Regnbogavinaherferðinni. Ýmsar aðrar hugmyndir til fjáröflunar voru ræddar. Unnsteinn spyr hvort ekki þurfi að kalla til fólk í nefndina. Daníel biður ritara og gjaldkera að sitja í þeirri nefnd. Edda býður sig einnig fram í nefndina.
Skrifstofuaðstaða:
Skrifstofustjóri fór í nauðsynlegar breytinga á vinnurými skrifstofunnar. Gerðar verða breytingar m. skilrúmi. Einn veggur í ráðgjafaherbergi verður ekki lengur í notkun fyrir Gallerí 78. Stjórn samþykkir þessar breytingar enda sé þetta rými nýtt af ýmsum hópum sem allir þurfa að hafa gagn af.
Þarfagreining:
Fer út á morgun (12.04.19) og verður í gangi yfir páskana. Farið verður í að senda á póstlista, auglýsa á Facebook etc. Edda mun virkja trúnaðarráð.
Fundur stjórnar og trúnaðarráðs:
Unnsteinn mun finna dagsetningu sem hentar flestum. Ræddar voru hugmyndir um hvernig mætti nýta þennan fund. Unnsteinn og Bjarndís taka að sér að finna upp á sniðugu hópefli. Edda mun tala við trúnaðarráð og hvetja ráðið til þess að hugsa með sjálfum sér hvar þeirra áhugi liggur og hvað þau vilja helst gera í starfinu í vetur.
Afmæli Samtakanna 78:
Hugmyndir að afmælisfögnuði ræddar.
Afmælisrit:
Búið að ráða ritstjóra, Hafdísi Erlu. Hún er í þeirri vinnu að safna saman að sér efni. Hafdísi vantar mannafla. Edda, Bjarndís og Þorbjörg eru tilbúnar að bjóða fram aðstoð sína. Stefnt er á ritver til þess að veita stuðning. Hugmyndir að efni fyrir blaðið ræddar. Fjárhagsstaða fyrir afmælisrit er góð.
HAGÓ hópurinn:
Fundur í gær (10.04.19) sem var mjög gagnlegur. Lesið yfir það sem komið er, úr því kom betri beinagrind úr því hvernig við viljum hafa þessa stefnu. Eineltiskaflinn er mjög góður en þarf að skoða betur verkferla o.fl. fyrir kynferðismálakaflann. Í raun ekki mikið eftir og stefnt á að klára fyrir næsta félagsfund þar sem verður lagt fyrir hagsmunafélögin að setja sér siðareglur og aðgerðaáætlanir og er þeim velkomið að nota það sem HAGÓ hópurinn hefur mótað. Unnsteinn kynnir málið betur fyrir stjórn síðar þegar hlutirnir eru komnir betur niður á blað. Unnsteinn bendir á að gera megi ráð fyrir að gömul mál komi upp þegar þessar áætlanir verða komnar upp og mikilvægi þess að geta brugðist við þeim málum.
Staða frumvarpa:
Frumvarp um kynrænt lagt fyrir um daginn komið á borð allsherjarnefndar. Skil á umsögn 25. apríl. Þorbjörg og Daníel eru yfir þeirri umsögn. Uppkast verður sent á stjórn. Rætt var um frumvarp um hatursorðræðu.
Annað mál frá Rósönnu:
Unnsteinn og Rósanna voru með opið hús sl. fimmtudag þar sem komu tvær konur frá Tulsa sem höfðu mikinn áhuga á hinsegin málum á íslandi. Þær eru að vinna að lokaverkefni því tengdu og vilja bera saman sögur hinsegin fólks í Tulsa og á Íslandi. Rætt um að taka þátt, deila og hvetja til þátttöku. Rósanna mun svara þeim.
Annað mál frá Unnsteini:
Unnsteinn vill halda fund næsta haust með öllum hagsmunafélögum til að fá þeirra sjónarhorn inn í starf og stefnu. Einnig til þess að heyra hver staðan er hjá hagsmunafélögunum. Einnig hugmynd að fara norður með slíkan fund. Stjórn er einróma spennt fyrir því.
Fundur með stjórn Hinsegin daga:
Áhugi á að funda með stjórn Hinsegin daga sem allra fyrst. Þorbjörg mun hafa samband og koma á slíkum fundi. Stefnum á apríl en þó eftir páska.
Sigurður Júlíus nefnir að Hinsegin kórinn verði fyrir vestan dagana 30.05-02.06 og stingur því að fundarmönnum að það gæti verið gott tækifæri fyrir stjórn að fara vestur.

Fundi slitið: 21:32

5,304 Comments

Skrifaðu athugasemd