5. Stjórnarfundur S78 22.05.2013

By 3. júní, 2013mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

5. Stjórnarfundur S78 22.05.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Fríða Agnarsdóttir, Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Örn Danival Kristjánsson, Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK)

Fjarverandi: Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi)

 

Fundur settur: 20:10

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2.  Fréttir úr starfinu

 

  • IDAHO gekk mjög vel. Fólk hafði samband og deildi viðburðinum. Margir tóku vel í daginn, fyrirtæki og verslanir tóku einnig regnbogafánann upp að eigin frumkvæði. Reyna að byggja þennan dag upp, og bæta í næstu árin.

  • FSU hafði síðan samband um hvort við hefðum áhuga á að koma að skipulagningu hinsegin dags í haust. Við svöruðum játandi. ÁG talar um að byggja upp grunn að degi sem hægt væri að nota annars staðar líka.

  • Fundur í S78 í dag þar sem safnaðar voru upplýsingar um mismunun gegn konum fyrir SÞ. Mörg félög/samtök sem komu að því, APS fyrir hönd S78.

  • Ásthildur og APS funduðu með Þróunarsamvinnustofnun varðandi Úganda. APS búin að heyra aftur í Köshu. Vantar að koma góðri umsókn í gagnið. Þarf að gerast fyrir 15. sept. Ásthildur mun líklegast vinna áfram í þessu máli.

 

3.  SAMTAKAMÁTTURINN

 

  • Byrjað er að hringja út í félaga S78. Örn segir það hafa gengið vel og fólk jákvætt.

  • Síminn hefur styrkt okkur með símkortum og mínótum. Þarf að þakka Símanum fyrir og sýna lógóið þeirra.

  • APS segir að það þurfi að virkja fleiri til að mæta og taka nokkur símtöl.

  • ÁG kominn með 60+ póstfangalistann og er að huga að bréfi á þann hóp. ÁG leggur til að APS sendi bréfið frá sér í fyrstu persónu. APS tekur vel í það. Þarf að koma því í framkvæmd og póst helst á morgun, APS og ÁG sjá um það.

  • APS talar um að minna fólk á fundinn, ræða þetta við alla og út í bæ. Hugmynd um hópdeilingu á viðburðinum aftur á Facebook.

  • ÁG spyr um þekkt gagnkynhneigt andlit til að plögga viðburðinum. Gunnar Helgi brain stormar um þetta og reynir að finna út úr því, þar sem hann sjálfur mætir sem Master Chef.

  • Villi spyr um Facebook stimpil (badge eða cover mynd) á viðburðinn. Villi mun spyrja Hannes út í þetta.

  • APS talar um að nú þurfi að koma viðburðinum að hjá fjölmiðlum. ÁG er í umræðu við Rás 2. APS mun spyrja Tótlu út í að koma þessu að. APS talar um að það þurfi að fylgja fréttatilkynningu eftir. Talað um að fá umræðu strax og svo næstu daga fram að viðburðinum. Koma þessu í prentmiðla fyrst, svo í ljósvakamiðla. APS og ÁG ábyrg fyrir þessu.

  • ÁG og APS munu funda saman um fundinn (Samtakamáttinn) sjálfann. APS bendir ÁG einnig á að pressa á nefndirnar sem sjá um fundinn og passa að allt sé klárt.

  • Þarf að athuga með barnapössun. APS mun athuga það, átti alltaf að heyra í Auði Emils.

  • GHG talaði við Silju varðandi táknmálstúlk. Það er aðalfundur félags heyrnarlausra sama dag. Þarf að hafa samband við HLDI varðandi túlk og lausn. Guðrún Arna ætlar að tala við eina sem hún þekkir sem gæti hjálpað okkur. GHG ætlar að tala við Silju varðandi að senda sms á hóp heyrnarskertra.

  • Villi spyr móður (sérfræðingur) sína varðandi hugsanlegar þarfir sjónskertra á slíkum fundi.

  • Villi auglýsir Samtakamáttinn fyrir félagsmönnum Styrmis á Facebook.

  • ÁG ætlar að auglýsa Samtakamáttinn fyrir meðlimum ‘Hinsegin útlendingar’ á Facebook.

  • APS sendir tilkynningu um Samtakamáttinn á sendiráðin.

  • ÁG sendir tilkynningu um Samtakamáttinn á alla þingmenn.

  • Rætt um að senda á foreldrafélög grunnskóla, Fríða sér um það.

  • Einnig um að tala við nemendafélög framhaldsskóla, APS talar við Hjalta um að fara í það verkefni.

  • ÁG biður Mannréttindaskrifstofu um að senda á alla félaga sína, einnig mun hann senda erindi á Biskupsstofu.

  • ÁG sendir líka á alla háskóla. Vilji til að virkja Uglu í þetta verkefni, APS hefur samband við hana.

  • ÁG sér um að senda póst/tilkynningu á alla starfshópa S78 um Samtakamáttinn.

  • APS ætlar að bæta stjórn inn á Samtakamáttarhópinn.

  • Guðrún Arna talar við Sóma (og fleiri) um að fá veitingar. Hún og Villi munu sjá um veitingar.

  • GHG ætlar að tala við Kaffismiðjuna um kaffiveitingar.

  • Óvissa varðandi hvað má gera matarlegaséð í Ráðhúsinu, einnig varðandi bolla og glös. Hvort þurfi að dekka upp salinn, dúkar o.s.fr. Einnig þarf að spyrja hvenær við fáum salinn. Einnig hvort hljóðkerfið verði stillt upp fyrir t.d. tónlist og söng. ÁG mun senda póst á tengilið okkar hjá Ráðhúsinu.

  • APS mun tala við Ölgerðina varðandi kokteil í ráðhúsinu eftir fund.

  • Bjóða tilvonandi styrktaraðilum að koma með t.d. penna, litla blöðunga á fundinn sjálfann.

  • Umræða um frágang á meðan á fundinum stendur. ÁG sendir póst á ungliðahreyfingar allra stjórnmálaflokka um að mæta og aðstoða á fundinum sjálfum.

  • Villi mun spyrja Gulla hvað við fáum mikið af regnbogadóti að láni, og þar með blöðrur.

  • GHG mun sjá um skreytingar, Villi hefur yfirsýn.

  • ÁG leggur til að hægt sé að hafa samband við nýútskrifaða tónlistarmenn til að spila undir kokteilnum, sem verður bak við eyrað.

  • Villi talar við Bjarna Snæ um að dansa og stjórna Rocky Horror dansi í kaffihléi.

 

4.  Martin, hinsegin hælisleitandi frá Nígeríu

 

  • APS búin að heyra í Herði Torfa sem er einnig í sambandi við Martin.

  • Ögmundur ráðherra búinn að hafa samband við APS og sagðist ætla að reyna að koma málinu áfram í dag, ekki er vitað hvernig málin standa.

  • APS vill ræða við innkomandi ráðherra áður en gripið verður til frekari aðgerða, til að hægt sé að skoða mál Martins, sjá hvað hægt sé að gera.

 

5.  Önnur mál

a) Hinsegin fögnuður/Hýrt glens 1. júní

 

  • Villi og Gulli búnir að funda varðandi ballið, Skuggabarinn hefur orðið fyrir valinu. Villi mun funda með Skuggabarsfólki og Saga Film varðandi aðstöðuna og græjur. Kidda Rokk er komin
    inn í kvöldið og munu hún og Villi hitta hljómasveitina Evu varðandi skemmtun á kvöldinu.

  • Húsið á að opna kl.10.30. Ef fleiri atriði fást mun opna fyrr.

  • Villi er að athuga með DJ.

  • Kvöldið verður kynnt sem sér viðburður, en verður tekið með í Samtakamáttsumræður/auglýsingar.

  • Þarf að taka posa S78 með á Samtakamáttinn yfir daginn og selja miða á fögnuðinn.

  • Spurning með miðasölu og að redda miðum. Villi skoðar möguleika varðandi miðaprentun. Verður svo í sambandi við ÁG.

  • Villi vill bjóða félagi um að taka fatahengið að sér – Örn mun athuga hvort Trans Ísland vilju taka þetta að sér.

 

Fundi slitið: 22.14
Næsti fundur verður: 29.05.2013 kl.20.00.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

512 Comments

Skrifaðu athugasemd