6. Stjórnarfundur 2017

By 1. júní, 2017mars 11th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Kitty Anderson – KA, alþjóðafullrúi (Skype). Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Helga Baldvins- Bjarnadóttir – HBB, framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 1. júní 2017 var haldinn fundur á Stofunni kaffihúsi kl. 17:25.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17.25

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð 5. fundar samþykkt.

2. Mennta- og tengslamyndunarferð fyrir fræðslustýru (og e.t.v. fleiri)

Hugmynd að fólk fari og kynni sér fræðslustarfsemi („job shadowing“) hjá Stonewall, RFSL eða öðrum. Hægt er að fá styrki fyrir slíkum ferðum hjá Erasmus+. Næsti umsóknarfrestur er í október, svar berst í janúar 2018 og farið í mars/apríl. SR hefur boðist til að setja saman styrkumsókn.

Samþykkt að SR skoði betur og setji saman drög að umsókn.

3. Lyklabox og lyklasmíði

HBB skiptir um sýlinder og setur upp lyklabox sem þarf að skipta um lykilnúmer í reglulega. HBB sér um að halda utan um númeraða lykla og skilagjald.

4. Workplace Pride

HBB hefur fengið styrk til að fara á ráðstefnu um WPP 22.-24. júní 2017.

5. Hinsegin félagsmiðstöð

HBB fundaði með Elínu frá mannréttindaráði og Steina og Hrefnu vegna hinsegin félagsmiðstöðvar. Næstu skref rædd.

6. Ráðgjafarþjónusta

Ráðgjafarnir voru með sameiginlegan handleiðslufund og ræddu ýmislegt. HBB fer yfir það helsta sem varðar m.a. aðgang að læstum hirslum og fjölda ókeypis viðtala.

Samþykkt að viðtöl verði gegn frjálsum framlögum (Tillaga 3.000-6.000 kr.). Frekari þróun verði í samstarfi við ráðgjafa. Ráðgjafar hvattir til að halda utan um tölfræði vegna ráðgjafar.

7. Opin ráðgjafarvakt

Todd hefur boðist til að taka opna ráðgjafarvakt einn dag í viku, sem gæti t.d. komið í stað hefðbundins opnunartíma skrifstofu og verið auglýst sérstaklega sem vettvangur fyrir fólk af erlendum uppruna, hælisleitendur o.fl. að koma við. HBB ætlar að ræða hugmyndina frekar við hann.

HBB ræðir betur útfærslu við Todd.

Helga Baldvins- Bjargardóttir gengur af fundi 18:30

Önnur mál

8. Skrifstofuaðstaða: skrifborð, hirslur, skilrúm, hljóðdeyfandi heyrnartól?

Þarf tvö stöðug skrifborð, sérstakar hirslur fyrir hvorn starfsmann og fyrir ráðgjafa. Skilrúm æskileg og þá hljóðdempandi. SR leggur til fótskemil, samþykkt. SR og HBB í samstarfi við ráðgjafa velja sér hirslur og bera fjármagn undir stjórn.

9. Listar á veggi til að hengja málverk vegna listasýninga

Í vetur voru veggirnir málaðir. Við viljum halda þeim hreinlegum og skoðum því lista ofarlega á veggina til að hengja málverk og listaverk gallerísins. Skoðað í haust.

10. Jafnréttisstefna

Til er plagg sem á eftir að samþykkja. ML skoðar frekar og stjórn og trúnaðarráð þurfa að fjalla um hana. Svipað má gera vegna umhverfisstefnu.

Fundi slitið 18:50

280 Comments

Skrifaðu athugasemd