6. Stjórnarfundur 2018

By 2. ágúst, 2018mars 5th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: María Helga Guðmundsdóttir (formaður), Þorbjörg Þorvaldsdóttir (ritari), Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir (meðstjórnandi), Marion Lerner (meðstjórnandi), Daníel E. Arnarson (framkvæmdastjóri)

Fundur haldinn að Suðurgötu 3
Fundargerð ritar Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Fundur settur: 17:37

1. Fundargerð 5. fundar samþykkt

María Helga las fundargerð 5. fundar fyrir stjórn og var hún samþykkt með örfáum orðalagsbreytingum.

2. Opinn fundur S78 mánudaginn 6. ágúst

María Helga segir frá stöðunni. Á fundinum verður kynning á starfsemi Samtakanna og síðan barsvar á eftir. Við fáum fjóra Pride-passa í verðlaun frá Hinsegin dögum.

Brynjar (áheyrnarfulltrúi) og Sólveig Rós (fræðslustýra) koma á fund: 17:51

Þórhildur er búin að útvega nammi. Fáum Tin can factory leigt og viðburðurinn hefst 19:30. Rætt um að við viljum miða kynninguna að því að fá fólk til þess að taka þátt í starfinu. Sólveig Rós, Daníel og María Helga ætla að smíða þessa kynningu. Við ætlum jafnframt að kynna dagsetningar á opinni fræðslu (bæði á íslensku og ensku). Barsvarið rætt. Það þarf að gera spurningar. Hugmynd að senda út aukaspurningar til kynningar á netinu, gefa S78 boli í verðlaun fyrir þær.

3. Frumvarp um kynrænt sjálfræði

María Helga segir frá því að frumvarpið er komið á þingmálaskrá og mun fara fyrir Alþingi í haust. . María lýsir því hverju frumvarpið breytir fyrir trans og intersex fólk með stuttri samantekt
María Helga leggur til að stjórn hittist og fái kynningu á frumvarpinu til þess að stjórn sé alveg með á nótunum. Stjórn er til í það og stefnt er á að halda slíkan fund í byrjun september. Við sjáum fram á að samhliða þessu frumvarpi fari fram mikil umræða og mikilvægt að við séum undirbúin. Leggur til að við höldum jafnframt kynningu fyrir hinsegin fólk sem við teljum að verði fyrir áhrifum af umræðunni.

Unnsteinn kemur á fund: 18:01

Rætt um að heyra í fólki innan hinsegin samfélagsins sem eru læknar, lögfræðingar o.s.frv. til þess að undirbúa hvernig við tæklum samfélagsumræðuna. Unnsteinn tekur til máls og leggur til að Samtökin haldi opna stuðningsfundi (e.t.v. í samráði við ráðgjafana) fyrir trans og intersex fólk og aðra sem gætu tekið umræðuna nærri sér.

4. Gleðigönguatriði

Fáum pallbíl og kerru frá Hreinum görðum. Texti sendur inn. Sóttum um græju og rafal frá Hinsegin dögum. Pippa (skreytingafyrirtækið) eru spennt og eru komin með útfærslu á skreytingum. Þema: Gleði, afmæli og þakka fyrir okkur. Þurfum að gera borða/fána.

5. Kynheilsu- og túrvörur

Daníel segir okkur frá því að það sé í ferli að fá merkta smokkapakka. Túrvörur alltaf á sínum stað. Erfitt að pakka töfrateppi.

6. Vinnsla skjala og stefna S78

Daníel segir frá því að þetta sé efst á to-do listanum. Hann getur kynnt þetta fljótlega og við farið að vinna eftir stefnunni!

7. Starfsmannamál

Daníel segir frá því að Heiðrún Fivelstad hafi verið ráðin á skrifstofuna. Nýr ráðgjafi kominn inn: Guðrún Häsler (klínískur sálfræðingur). Sjöundi ráðgjafinn er væntanlegur í haust (félagsráðgjafi).

8. Önnur mál

María Helga bar upp umræðu um sundlaugar og trans fólk. Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur gefið út að allir skuli nota sundklefa í samræmi við kynfæri sín, en noti annars sérklefa. Þetta er algjörlega á skjön við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Ræddar voru mögulegar leiðir til þess að takast á við þetta vandamál. Fræðslu augljóslega ábótavant og ekki samræmi í því hvernig tekið er á málunum. Samstaða í stjórn um að reyna að opna á samtal og reyna að finna leiðir til þess að bæta aðgengi trans fólks að sundi.
Stjórn ræðir verkaskiptingu innan stjórnar.
Daníel ber undir stjórn fyrirspurn frá Pizzunni, samþykkt að hluti ágóða svokallaðs Hinsegin daga tilboðs renni til Samtakanna ‘78.

Fundi slitið: 19:08

616 Comments

Skrifaðu athugasemd