6. Stjórnarfundur 2019

By 1. ágúst, 2019apríl 29th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Rúnar Þórir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson, Marion, Edda Sigurðardóttir (áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs), Rósanna (með á fundi gegnum síma).

Ritari: Edda Sigurðardóttir og síðan Bjarndís Helga
Fundur settur: 17:15

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Formaður les fundargerð og stjórn fer yfir og samþykkir með nokkrum orðalagsbreytingum.

2. Fundadagskrá vetrarins

Fundartími stjórnar í vetur ræddur. Stefnt á að funda á fimmtudögum kl. 17. Unnsteinn einn er fjarstaddur, fundartími verður staðfestur seinna. Þorbjörg mun senda fundarboð hér eftir í gegnum email. Næsti fundur verður 22. ágúst, stefnt að því að hafa fundi áfram á þriggja vikna fresti. 12. september, 3. október, 31. október (hér eru fjórar vikur frá síðasta fundi, tilkomið vegna ILGA-Europe ráðstefnunnar). 21. nóvember, 12. desember.

Tímasetningar ræddar fyrir fund stjórnar og trúnaðarráðs. 10. og 17. október koma til greina. Edda ræðir við trúnaðarráð. Stefnt á samhristing eftir vinnufundinn.

Dagsetning fyrir aðalfund rædd. Þarf að auglýsa fyrir 15. janúar. Fyrsta helgin í mars valin, enda komin ákveðin hefð fyrir þeirri tímasetningu.

3. Félagsfundur að hausti

Tímasetning rædd. Fyrsti laugardagur í nóvember (2. nóvember).

4. Vinnudagur stjórnar og starfsfólks

Hugmyndin að við kæmum saman, fara yfir boðleiðir til þess að auka skilvirkni. Einnig vettvangur fyrir vinnuhópa. Fundartími ræddur, sunnudagurinn 25. ágúst valinn.

5. Gleðigönguatriði S78

Rósanna og Þorbjörg hafa tekið hugmyndafund. Þemað er hinsegin samstaða. Nákvæmari útfærsla rædd. Skráning rædd, mikilvægt að hafa nokkra hugmynd um hversu margir koma. Heiðrún setur upp skráningaform fyrir sumarfrí. Við fáum bíl að láni. Skreytingar fyrir bílinn ræddar. Það þarf að gera playlista.
Edda og Rósanna (Þorbjörg á hliðarlínunni) sjá um utanumhald.

Rúnar og Rósanna víkja af fundi 18:27.

Rætt um fyrirkomulag, hvar hópurinn á að hittast etc.

6. Staðan á hópum og verkefnum

Þrjú verkefni/hópar í gangi en engin þeirra er sérstaklega virkur, enda sumarfrí að taka enda.
Réttindi hælisleitenda og flóttafólks (Þorbjörg, Rósanna, Daníel) ekkert gert síðan í júní. Heiðrún óskar eftir að taka þátt í þeim hóp. Þorbjörg segir frá fundi með ríkislögreglustjóra vegna máls sem upp kom vegna hælisleitenda og fjallað var um í fréttum. Skerpir á mikilvægi þess að skerpa á lögum hvað varðar hælisleitendur. Heiðrún nefnir mikilvægi samstarfs milli S78 og útlendingastofnunar. S78 fá ekki pening fyrir ráðgjafaþjónustu sína við flóttafólk og hælisleitendur, ólíkt t.d. Rauða krossinum.

Að eldast hinsegin. (Áhugasamir um þátttöku Einar Þór, Sirrý og Marion). Heiðrún athugaði með að hafa viðburð á Hinsegin dögum en náði ekki þátttöku. Samkv. Einari þarf að skoða hvernig viðburðir henta þessum hóp. Rætt um að fá Einar til þess að efna til gleðskapar.

Fjáröflunarnefnd (Daníel, Sjúlli, Edda. Heiðrún óskar eftir að taka þátt. Unnsteinn er tilbúinn að taka þátt). Þessi nefnd sett í forgang. Þorbjörg kallar eftir því að undirbyggja hugmyndavinnuna. Möguleikar til fjáröflunar á Hinsegin dögum ræddar. Sjúlli fer fyrir þessum hóp og mun boða til fundar beint eftir helgi.

7. Ráðstefna ILGA-Europe í Prag 26. október

Rósanna, Daníel, Heiðrún og Þorbjörg fara á ráðstefnu ILGA-Europe á vegum S78. Stjórnin er velkomin í heild sinni en gera það á eigin kostnað.

8. Önnur mál

Þorbjörg spyr hvernig SLACK henti starfsfólki og stjórn. Mismunandi skoðanir, helst talað um að erfitt sé að finna einstaka hluti. Rætt um að gefa sér tíma til þess að læra betur á forritið.
Marion nefnir að gott sé að gæta þess að orðalag sé þesslegt að allir geti vel skilið.
Þorbjörg nefnir samstarf við Hinsegin daga og Kauphöllina vegna lista um hinseginvæn fyrirtæki/vinnustaði. Hinsegin dagar munu hvetja fyrirtæki til að vera hinseginvænni en S78 munu halda utan um lista yfir atriði sem gerir fyrirtæki hinseginvæn. Hugmyndafræðileg framsetning rædd.
Bjarndís nefnir að fundir séu talsvert langir. Þorbjörg stingur upp á að hafa þá vinnureglu að við tökum smá pásu á fundinum. Því er almennt fagnað.
Trúnaðarmál rætt tengt tölvupósti sem barst stjórn. Málið er fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið: 19:21

525 Comments

Skrifaðu athugasemd