6. stjórnarfundur S78 6.júní 2012

By 20. júní, 2012mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi),  Gunnlaugur Bragi Björnsson, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Fríða Agnarsdóttir. Hafþór Loki Theódórsson situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Ugla Stefanía Jónsdóttir boðaði seinkun en mætti. Svavar Gunnar Jónsson og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri boðuðu forföll.

Fundur settur 17:37

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Trúnaðarráðsfundur 9.júní – dagskrá og fyrirkomulag
    Ugla og Mummi eru búin að hittast, þeirra tillögur fyrir hópavinnuna eftir hádegi er hópur sem vinnur með orðabókina, og hópur sem fjallar um fræðsluna, tilhögun hennar og framþróun. Birna Hrönn og Þór sendu þeim tillögur trúnaðarráðs sem voru hugsanleg ferð á Vestfirði, stefnumótun félagsins og fjölgun félaga (Ugla og Mummi bættu fjáröflun við þann lið). 
    Dagskrá:
    Húsið opnar kl. 9:30 og bjóðum upp á kaffi
    10:00 Fundur hefst með smá hópeflisæfingu.
    Síðan er rætt saman um það hvernig stjórn og trúnaðarráð ætlar að vinna saman.  
    Einnig ræða haust fund trúnaðarráðs og þá hugmynd um að hafa hann á Vestfjörðum.
    11:30 – 12:30 hádegismatur í boði S78
    12:30 – 15:00 hópavinna
    15 – 16 hóparnir segja frá umræðum og niðurstöðu 
    Ákveðið að hafa vinnuhópa sem ræða Orðabók, Stefnumótun, Fræðslu auk Fjölgun félaga og fjáröflun.
  3. Mannréttindaviðurkenningar 
    Listi tilnefninga kominn. 
    Mummi sendir tilnefningarnar á stjórn og trúnaðarráð svo fólk geti verið búið að hugsa málið aðeins en svo verður kosið um það á fundinum næsta laugardag. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn geta sent atkvæði sitt til Mumma með tölvupósti. 
  4. Verkefnin framundan 
    Transfrumvarpið
    : 3ja umræða er á dagskrá s.s. lítur út fyrir að þetta klárist fyrir þinglok og líklega samþykkt. 
    27.júní: Ræðum við Trans-Ísland um að gera eitthvað skemmtilegt saman á afmælishátíðinni. 
    Reyna að fá einhvern “ódýran” sal. Fáum Árna Grétar til að kanna það en svo má kannski kanna með sambönd Q-félagsins inn í t.d. HÍ. 
    Menningarnótt  – Yfirskriftin er aftur Gakktu í bæinn: Við viljum hafa opið hús. Þurfum að sækja um styrk. Söfnum fólki til að vera með atriði/uppákomu og til að vinna. 
    Vinkona Sigga á candyflos vél, reyna að fá hana lánaða og eiganda með en ekki nauðsynlegt J 
    Hinsegin dagar: Hvað skal gera þá? Koma með tillögur á næsta fund.
  5. Fjölgun félaga
    972 á skrá 7.maí – 987 núna 4.júní
    375 greiddir félagar 7.maí – 406 greiddir 4.júní 
    Tekjur af félagsgjöldum nú þegar 334 þúsundum hærri en ráð var gert í rekstraráætlun. 
  6. Önnur mál
  • Varðandi IGLA – mótið: við viljum senda forsvarsmönnum mótsins þakkir fyrir vel heppnað mót. 
  • Fjárhagsleg afkoma kaffihúsins var undir væntingum þó enginn mínus.
  • ANSO ráðstefnan sem Q-félagið mun halda í lok sumars. Reynum að nýta okkur það t.d. með auknum opnum húsum gerum eitthvað úr því. Fá þau til að hafa t.d. skráninguna eða opnun ráðstefnunnar (upphafssamkomuna) í S78.
  • HIV- Ísland sendi bréf og biður um áframhaldandi stuðning vegna forvarna og fræðslu. S78 hafa hingað til greitt fyrir að hafa LOGOið í Rauða Borðanum sem gefið er út 1.desember ár hvert en nú á ekki að gefa út blað.  Stjórn ákveður að samt sem áður veita félaginu álíka styrk og verið hefur undanfarin ár.

 

Fundi slitið 19:03
Næsti fundur miðvikudaginn 20.júní kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

361 Comments

Skrifaðu athugasemd