8. Stjórnarfundur 2015

By 28. júlí, 2015mars 27th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir alþjóðafulltrúi (AÞÓ), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA) og Matthew Deaves meðstjórnandi (MD). María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK) og Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV) voru viðstaddar í gegnum símafund.
Einnig sat fundinn Daníel Arnarsson sem áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.
Forföll: Jósef Smári Brynhildarson, ritari (JSB) hefur sagt sig úr stjórn en trúnaðarráð hefur enn ekki skipað nýjan fulltrúa í hans stað.

Ár 2015, þriðjudaginn 28. júlí kl. 17:45 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Leifsgötu 27 í Reykjavík.
Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður ritaði fundargerð.

1.Starfsmannamál ‐ ráðning framkvæmdastjóra

Að loknum viðtölum við sex umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra liggur fyrir mat viðtalsteymis og eru skv. því tveir umsækjendur sem helst kemur til greina að bjóða stöðu framkvæmdastjóra. Eftir umræður í stjórninni gerir formaður tillögu um að Auði Magndísi Auðardóttur verði boðið starf framkvæmdastjóra. Einróma samþykkt.

Rætt er um launakjör sem stjórn leggur upp með í viðræðum við Auði.

Næsti fundur er ákveðinn mánudaginn 10. ágúst 2015 kl. 17.30.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.15.

313 Comments

Skrifaðu athugasemd