9. Stjórnarfundur 2016

By 13. nóvember, 2016mars 12th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir formaður, Kitty Anderson alþjóðafulltrúi, og í gegnum Skype: Benedikt Traustason gjaldkeri, Álfur Birkir Bjarnason meðstjórnandi. Fyrir hönd trúnaðarráðs sat Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, varaformaður ráðsins, sem áheyrnarfulltrúi.

Þann 13. nóvember 2016 var haldinn fundur í Rósenborg á Akureyri.
Fundargerð ritaði Kitty Anderson, alþjóðafulltrúi.

Fundur settur 10:12

1. Fundargerðir

Fundargerð 05. fundar, 13.10.16 samþykkt

Fundargerð 06. fundar, 20.10.16 samþykkt

Fundargerð 07. fundar, 24.10.16 samþykkt

Fundargerð 08. fundar, 3.11.16 samþykkt

2. Google Drive – yfirferð á skipulagi

Farið var yfir skipulag á Drive félagsins. Farið var yfir öll stillingaratriði.

3. Ungmennahópar utan Rvk – Frestað

Ungmennahópar utan Rvk – Frestað

4. Stelpur rokka! – hugsanlegt samstarf

Stelpur rokka! hafa verið eitt það verkefni sem er einna hinseginvænast utan hinsegin samfélagsins. Hugmynd hefur komið upp um að Stelpur rokka! komi inn með kynningu á starfinu til Ungliða S78. Öll hinsegin ungmenni yrðu velkomin.

Hugmynd um að setja á fót einhvers konar skemmtiviðburð, td karoke kvöld, þar sem að félagsfólk beggja félaga gæti kynnst. Möguleg samvinna við Q-félagið. MHG ræðir við Q-félagið.

5. Stjórnarfundir fram að áramótum – dagskrá

Stefnt að þremur stjórnarfundum fram að áramótum, tveir lengri og einn styttri.

6. Önnur mál

Staða ráðningarferlis. Borist hafa sex umsóknir. Mannauðsráðgjafi bar undir MHG möguleikann á að framlengja umsóknarfrest. Best er að gera slíkt áður en frestur rennur út.
Ákveðið að framlengja umsóknarfrest til miðnættis 16.11.16. Facebook-póstur verður kostaður.

Málþing á vegum HIV Íslands. ÁBB og BT ræddu við sérfræðinga í smiti á lifrarbólgu C og HIV, hjúkrunarfræðinga á smitsjúkdómadeild. Vilja að fólk leiti til þeirra út af þessum sjúkdomum frekar en á Húð og kyn. Ef farið er á Húð og kyn fá sérfræðingarnir ekki tækifæri til að taka sértækt viðtal. Þær óska eftir því að þetta verði rætt sem hluti af kynheilsuátaki (m.a. hjá ungliðum) og að bent verði á á að hægt er að fá viðtal hjá þeim samdægurs.

Átak gegn lifrarbólgu C stendur yfir á Landsspítala, stefnt á útrýmingu. Karlar sem sofa hjá körlum eru í áhættuhópi. Tékkdagar: beiðni um að vera með slíkt tékk á Suðurgötu 3. Nýtilkomin hraðpróf fyrir HIV. Hafa ekki verið þaulprófuð en sérfræðingarnir vildu koma með þau líka á þetta tékk-kvöld.

Stjórn ályktar að það væri mjög jákvætt að vera með tékk-viðburð á Suðurgötu 3. Leitað verður eftir frekari upplýsingum um hvernig best væri að setja slíkan viðburð á fót.

Samstarf við HIN – Hinsegin Norðurland um fræðslu
Hugmynd hefur komið upp um að HIN myndi jafningjafræðsluteymi sem myndi starfa með jafningjafræðsluhópnum í Reykjavík undir handleiðslu fræðslustýru S78. Þetta myndi leiða til samræmingar hinsegin fræðslu á milli Norðurlands og höfuðborgarsvæðisins.
Nánar rætt á næsta fundi stjórnar og fræðslustýru.

Stjórn barst erindi vegna samstöðuviðburðar með jaðarhópum í Bandaríkjunum mánudaginn 14. nóvember 2016.
Ákveðið var að styðja þetta framtak og skrifa undir yfirlýsinguna.

Fundi slitið 12:25

7,484 Comments

Skrifaðu athugasemd