LESBÍUR OG HOMMAR FÁ BLESSUN SÆNSKU KIRKJUNNAR

By 14. desember, 2006Fréttir

Eftir langan umþóttunartíma samþykkti stjórn sænsku kirkjunnar hinn 6. desember reglur um það hvernig blessunarathöfn samkynhneigðra para í kirkjunni skuli fara fram. Hér er farið eins nálægt því að kalla athöfnina kirkjubrúðkaup án þess þó að taka skrefið til fulls. Þeir hommar og lesbíur sem gengið hafa í stafesta samvist geta fengið blessun kirkjunnar á þennan hátt. Eftir langan umþóttunartíma samþykkti stjórn sænsku kirkjunnar hinn 6. desember reglur um það hvernig blessunarathöfn samkynhneigðra para í kirkjunni skuli fara fram. Hér er farið eins nálægt því að kalla athöfnina kirkjubrúðkaup án þess þó að taka skrefið til fulls. Þeir hommar og lesbíur sem gengið hafa í stafesta samvist geta fengið blessun kirkjunnar á þennan hátt. Erkibiskup sænsku kirkjunnar, Anders Wejryd, sem líka er formaður stjórnar kirkjunnar, lýsir þessum tíðindinum sem gleðifregn. Í fréttatilkynningu segir hann ennfremur að það sé mikilvægt að kirkjan geti nú boðið hommum og lesbíum sem lifa í ástarsambandi blessun í opinberri guðþjónustu.

-HH / Dagens Nyheter 7.12.2006

 

5 Comments

Skrifaðu athugasemd