DRAUGAGANGUR Í ÓPERUNNI – DRAGGKEPPNI ÍSLANDS 2008

By 21. júlí, 2008Fréttir

Forsölu á Draugagönguna í Óperunni lýkur í kvöld. Hefðbundin sala hefst síðan kl. 14 á morgun miðvikudaginn 6. ágúst í anddyri Íslensku Óperunnar. Félagar í Samtökunum ´78 fá engu að síður aðgöngumiða á forsöluverði gegn framvísun félagsskírteina. Forsölu á Draugagönguna í Óperunni lýkur nú í kvöld á Q Bar. Hefðbundin sala aðgöngumiða hefst síðan kl. 14 á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst, í anddyri Íslensku Óperunnar. Félagar í Samtökunum ´78 og handhafar VIP korta Hinsegin daga munu hins vegar áfram geta fengið aðgöngumiða á forsöluverði gegn framvísun skírteina. Af keppninni er það annars að frétta að 8 nýir keppendur eru skráðir til leiks og mun keppnin hefjast með glæsilegu 20 manna skemmtiatriði. Það stefnir allt í skemmtilegt kvöld!

Skrifaðu athugasemd