VERNDARVÆTTIRNAR TAKA ÞÁTT Í GLEÐIGÖNGU HINSEGIN DAGA – VILTU SLÁST Í HÓPINN?

By 28. júlí, 2008Fréttir

Verndarvættirnar eru samstarfsvettvangur Samtakanna 78 og Amnesty International sem vinnur að bættum mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-fólks um heim allan. Hópurinn mun taka þátt í gleðigöngu Hinsegin daga í annað skipti nú í sumar til að vekja athygli á stöðu LGBT-fólks í Lettlandi. Verndarvættirnar eru samstarfsvettvangur Samtakanna 78 og Amnesty International sem vinnur að bættum mannréttindum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-fólks um heim allan. Hópurinn mun taka þátt í gleðigöngu Hinsegin daga í annað skipti nú í sumar til að vekja athygli á stöðu LGBT-fólks í Lettlandi. Tvær Verndarvættir tóku einmitt þátt í Riga Pride í byrjun sumars og aðstoðuðu þannig við að verja þau fjölmörgu mannréttindi sem felast í Gay Pride-hátíðahöldum.
 
Litríkur hópur Verndarvætta mun labba niður Laugaveginn þann 9. ágúst og dreifa blöðrum og aðgerðakortum til stuðnings réttindum LBGT-fólks í Lettlandi. Við óskum eftir fólki til að ganga með okkur og aðstoða einnig við undirbúning. Allar nánari upplýsingar fást hjá Írisi Ellenberger

iris.ellenberger@gmail.com.

Skrifaðu athugasemd