HREKKJAVÖKUBALL SAMTAKANNA ´78 Á TUNGLINU LAUGARDAGINN 1. NÓVEMBER

By 30. október, 2008Fréttir

Laugardagskvöldið 1. nóvember næstkomandi standa Samtökin ´78 í samstarfi við Iceland Express, Iðu, Partýbúðina, Toy´s for Us og Tunglið fyrir Hrekkjavökuballi. Ballið fer fram á Tunglinu sem umbreytist í tilefni kvöldsins. Gestir eru sérstaklega hvattir til þess að klæða sig upp í anda hrekkjavökunnar.  Þeir sem mæta í búningum fá glaðning* á barnum.  Iceland Express gefur flugmiða í verðlaun fyrir bestu búningana/gervið og Iða gefur aukaverðlaun fyrir aðra sem þykja skara fram úr. 

 

DJ Yamaho og DJ Manny sjá um að halda uppi stuðinu á dansgólfinu.

 

Samtökin ´78 mæla með að gestir kíki við í Partýbúðina og/eða Toys for Us til þess að fá hugmyndir eða efniðvið í búningana.

 

Almennt miðaverð er kr. 1.500,-

Félagsmenn Samtakanna ´78 fá miðann á kr. 1.000 gegn framvísun félagsskírteina.    

 

Forsala miða á ballið fer fram í Samtökunum ´78 frá mánudeginum 27. október. Fyrstu 30 miðarnir verða seldir á sérstöku afmælisverði fyrir félagsmenn eða kr. 500.  Öllum miðum seldum í forsölu fylgir jafnframt 2/1 tilboð á kaffihúsi Samtakanna ´78 í Regnbogasal.

 

* á meðan birgðir endast

Skrifaðu athugasemd