ALDARBLIK

By 26. nóvember, 2008Fréttir

Í ár hafa staðið yfir hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar og af því tilefni hefur hljómdiskurinn ALDARBLIK verið gefinn út. Diskurinn hefur að geyma mörg af ástsælustu einsöngslögum Íslendinga.

Í ár hafa staðið yfir hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar og af því tilefni hefur hljómdiskurinn ALDARBLIK verið gefinn út. Diskurinn hefur að geyma mörg af ástsælustu einsöngslögum Íslendinga, þeirra á meðal Draumalandið, Maístjörnuna, Sjá dagar koma, Ég bið að heilsa, Á Sprengisandi, Í fjarlægð og Sólsetursljóð.

Í kvöld kl. 20.00 fara fram útgáfutónleikar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Flytjendur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Einnig kemur fram Kór Flensborgarskólans undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og úrval hafnfirskra hljóðfæraleikara. Aðgangur er ókeypis og verður hljómdiskurinn til sölu á staðnum.

One Comment

Skrifaðu athugasemd