Kom maki þinn út úr skápnum?

By 23. febrúar, 2010Fréttir

Á undanförnum árum og misserum hefur verið leitað til okkar sem skráðar erum á lista yfir aðstandendur hjá FAS. Þeir einstaklingar sem til okkar leita eiga það allir sameiginlegt að makar þeirra eru að koma út úr skápnum – bæði konur og karlar. Þessa reynslu eigum við allar að baki og viljum nú bjóða upp á lítinn umræðuhóp þar sem við getum komið saman og deilt hvert með öðru reynslu okkar og þannig styrkt hvert annað.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í slíkum hóp er bent á að hafa samband við Ásdísi Ingþórsdóttur í síma 588 6999, 858 8508 eða sendið póst á netfangið asdis.i@internet.is.

Með vinsemd og virðingu
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Sigríður Sía Jónsdóttir
Ásdís Ingþórsdóttir

Þetta er ekki hugsað sem opinn fundur og því nauðsynlegt að þeir sem áhuga hafa sendi póst til okkar.
Við viljum ekki að hópurinn verði of stór.

kveðja
Ásdís

Skrifaðu athugasemd