Gönguferð á Glym

By 31. maí, 2010Fréttir

Sælir Kölnarfarar og aðrir Styrmismenn og – konur

Á laugardaginn 5. júní  langar mig að bjóða upp á gönguferð að Glym, en Glymur er hæsti foss íslands (196m)
Hugmyndin er að þétta Kölnar hópinn saman og kynnast betur utan æfinga og skemmtistaða ;-).
Að sjálfsögu eru aðrir félagar Styrmis velkomnir, eins vinur og vandamenn, í gönguna.

Ætlunin er að ganga upp að Glym sunnan megin frá, halda svo upp með ánni og vaða yfir ánna ofan við fossinn! Gengið er norðan megin aftur til baka. Göngustjóri verður Jón Haukur Hauksson.

Áætlaður heildargöngutími : 3 klst. og 30 mín. með nestipása ínnifalinn

Búnaður:                    Gönguskór eða annar góður skófatnaður er nauðsynlegur. Stígurinn er brattur og oft laus í sér. Gott er að hafa með sér sandala eða gamla skó til að vaða yfir ánna og lítið handklæði til að þurrka sér á eftir. Að sjálfsögðu þarf líka að taka með sér nesti og vatn að drekka.

Mætingu:                    Stundvíslega kl. 09:00 á gamla B&L bílaplanið upp á Höfða. Þar skiptum við niður í bílana og verðum svo samferða upp í Hvalfjarðarbotn. Gangan hefst þar upp úr kl. 10:00.
                                        http://ja.is/kort/#q=index_id%3A1428973&x=363735&y=405264&z=9

Heimkoma:                 Gert er ráð fyrir að við verðum kominn til baka á bílaplanið hjá B&L um kl. 14:30.

Skráning er í netfangið stephan@internet.is  . Endilega skráið ykkur til að hægt sé að sjá til þess að nógu margir bílar séu á staðnum, einnig hversu margir koma með þér (ef hækjan skreppur með) og hvort þú sért á bíl eður ei. Ef einhverjum vantar far upp á Höfða þá endilega látið einnig vita af því.
                    
Skreppum út úr Bestu borginni 😉 og gerum okkur glaðan dag!

Sjáumst svo á laugardaginn

kveðja Stephan Jón

!! A.T.H.  eins og sönnum dívum sæmir, förum við aðeins ef það verður gott veður  !!

One Comment

Skrifaðu athugasemd