Staða laus til umsóknar

By 15. október, 2010Fréttir

Staða Ungmennafulltrúa hjá Samtökunum ´78 er laus til umsóknar. Um er að ræða starf með ungliðahreyfingu Samtakanna ´78, utanumhald um jafningjafræðsluna og aðra þætti sem snúa að hinsegin ungmennum. Ungmennafulltrúi skal vera 20 ára eða eldri og félagi í Samtökunum ´78. Ungmennafulltrúi heyrir undir framkvæmdar- og fræðslustjóra samtakanna. Ráðið er frá 1. nóvember 2010 til 31. Maí 2011. Um er að ræða 30% stöðugildi. Ungmennafulltrúinn vinnur á skrifstofu samtakanna 2 í viku og er síðan á fundum ungliðahreyfingarinnar á sunnudagskvöldum, hann sér um fjármál þeirra í samráði við framkvæmdar- og fræðslustjóra og stjórn ungliðahreyfingarinnar.

Stjórn Samtakanna ´78 mun ráða í stöðuna og fara yfir allar umsóknir og stjórnin mun sækjast eftir hreinu sakavottorði.

Umsóknir skal senda inn ásamt ferilskrá á Samtökin ´78 laugarvegi 3 pósthólf 1262 fyrir 22. október 2010 (póststimpill gildir) eða á netfangið skrifstofa@samtokin78.is  með ,,Ungmennafulltrúi” í fyrirsögn. 

One Comment

  • web tasarım firmaları izmit When you begin your business online, your first step for success should be, training yourself on the top internet marketing techniques, in order to get your business noticed. Knowing how to market your business online is very important to your bottom line. To jumpstart your business, here are some top tips that are sure to help move the revenue needle.

Skrifaðu athugasemd