Bandaríkin – Þú mátt vera með, en bara ef . . .

By 8. ágúst, 2001Fréttir

Frettir Einn stærsti skátaflokkurinn í Massachusetts í Bandaríkjunum hefur ákveðið að taka upp sömu reglu og gildir í bandaríska hernum hvað varðar kynhneigð, þ.e. ?við spyrjum einskis, þú segir ekkert? (?don´t ask, don´t tell?).

Er þetta í trássi við þær reglur sem almennt gilda innan skátahreyfingarinnar í Bandaríkjunum en þar hefur samkynhneigðum hingað til verið úthýst vegna kynhneigðar sinnar einnar saman. Ákvörðunin varðar um 18 þúsund skáta í 330 skátaflokkum í Boston og nágrenni. Nýju reglurnar ná einnig til mismununar á grundvelli kynþáttar og trúar. Yfirmenn skátaflokksins í Massachusetts telja reglurnar í fullu samræmi við lög landshreyfingarinnar, því að samkvæmt nýju reglunum mega skátar ekki ræða kynhneigð sína. Hún er þess vegna falin og aldrei til umræðu.

www.advocate.com

6,335 Comments

Skrifaðu athugasemd