4. stjórnarfundur S78 9.maí 2012

By 23. maí, 2012mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Svavar Gunnar Jónsson, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Hafþór Loki Theodórsson (Þór) situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs.

Fundur settur 17:34

 

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Fjárhagsleg staða – félagatal ofl – stutt yfirferð
    Gunnlaugur gerði grein fyrir stöðu fjármála sem eru enn á réttri leið. Greiddum félögum fjölgar smátt og smátt.
  3. Mannréttindaviðurkenning S78
    Í fyrra var auglýst eftir tilnefningum frá félagsmönnum. Trúnaðarráð auk stjórnar kaus síðan úr þeim tillögum sem bárust en einnig voru gamlar tilnefningar í pottinum. Ákveðið að hafa sama háttinn á þessu í ár. Ræða þarf við Hinsegin daga um að fá að afhenda þau aftur á opnunarhátíðinni en að fá kannski örlítið meiri tíma til að afhenda verðlaunin. Líklega bíðum við með að gefa upp nöfn þeirra sem fá verðlaunin þar til þau verða afhent en ekki á afmælishátíðinni. Árni Grétar sendir út póst varðandi tilnefningar og þarf að vera búið að skila þeim inn fyrir mánaðarmótin maí – júní.
  4. Trúnaðarmál. Mál var fært í trúnaðarbók.
  5. Púlsinn á ballmarkaðnum
    Árni Grétar hefur aðeins skoðað markaðinn en lítið orðið ágengt. Það er erfitt að fara inn á einhvern skemmtistað sem hefur komið sér upp fastakúnnum. Versalir, Iðusalir og Square eru þeir staðir sem koma kannski helst til greina en þá þurfum við að leigja hljóðkerfi auk salar. Sundmótið mun hafa risa ball 2.júní. Hinsegin dagar ætla ekki að halda nein styrktarböll þetta árið.
    Spurning um að halda S’78 Eurovision ball? Eða eigum við að bíða og hafa ball síðar í sumar.
    Hugmynd Árna Grétars ef t.d. Eurovisionball verður haldið er að þeir sem hafa greitt félagsgjöld fái frítt á ballið gegn framvísun félagsskírteinis. Aðrir greiði 500 í forsölu en 1000kr í hurð.
    Gætum líka beðið með ball fram yfir sundmót og haldið t.d. Lagaball 29. eða 30. júní til að halda uppá vonandi nýlega samþykkt lög er varða réttindi Transfólks.
    Árni ætlar að kanna betur með verð á sal fyrir Eurovisionball og/eða Lagaballið.
  6. Önnur mál
  • Stjórn samþykkir að óska eftir tillögum að fundarefni frá trúnaðarráði, Þór vinnur þær ásamt Birnu og kemur með til okkar, Mummi og Ugla vinna tillögur frá stjórn að fundarefni. Endanleg dagskrá fyrir trúnaðarráðsfundinn verður svo ákveðin af stjórn. Spurning um að hafa einskonar þjóðfundar fyrirkomulag á fundinum, vinnubúðir.
    Hugmynd um að fyrri hluti fundarins verði um það hvernig starf stjórnar og trúnaðarráðs eigi að vera. Eftir hádegi myndum við svo skipta okkur niður í hópa sem vinna eftir því skiplagi sem ákveðið var um morguninn. Þurfum að ræða stefnumótun S’78 og leggja línurnar saman. Svo þurfum við að forgangsraða verkefnum í sameiningu.
    Setja svo upp könnun á facebook þar sem meðlimir í stjórn og trúnaðarráði geta skráð sig í þann hóp sem vekur mestan áhuga.
  • Mummi byrjaður að skrifa umsögn varðandi trans-málin – en það er þó ekkert að gerast á þinginu.
  • Ákveðið að hafa lokað í félagsmiðstöð 17.maí sem er Uppstigningardagur en í staðinn opið 16.maí.
  • Tiltekt í fundarherberginu er hafin. Auður er byrjuð að taka til í S’78 dótinu. Ugla er byrjuð að taka til í Q-dótinu. Ættum að losa okkur við stóra fundarborðið, setja upp jafnvel tvö lítil skrifborð þar sem fræðslufulltrúi hefur aðstöðu og hitt fyrir aðildarfélög sem vilja nýta sér smá skrifstofu aðstöðu. Árni óskar eftir að fá að setja smá pening í herbergið t.d. kaupa málingu til að mála veggi og aðeins fríkka uppá herbergið og var það samþykkt.
  • Q óskar eftir vinnuaðstöðu vegna ANSO ráðstefnunnar sem þau eru að skipuleggja.
  • HOFF-samningur þ.e. faghópur um kynheilbrigði. Anna María var okkar fulltrúi þar en þetta hefur ekki verið almennilega virkt. Hugmynd um að fá Birnu Hrönn í stað Önnu. Árni Grétar ræðir við hana annars kanna með Sillu.
  • Styrmir/Igla-sundmót – Eva María kom á fundinn og sagði stuttlega frá mótinu. 450 búnir að skrá sig á mótið. Má gera ráð fyrir að um 700 manns sé að koma í heildina. Hugmynd um að hafa Samtökin opin með einskonar kaffihúsastemningu. Pink Iceland tilbúið að halda að mestu utan um þann rekstur. Reyna að fá t.d. hotspot tengingu. Nýta húsnæðið eins mikið og hægt er. Stjórn samþykkir slíkt og Fríða og Árni Grétar setjast niður með Pink Iceland/Igla og skipuleggja þetta betur.
    S’78 sendir út pósta á sinn póstlista og auglýsir allt sem auglýsa þarf í kringum þetta mót og opnunina í húsinu einnig þar sem óskað er eftir sjálfboðaliðum í allt mögulegt.

Fundi slitið 19:34 
Næsti fundur miðvikudaginn 23.maí kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars 

6,425 Comments

Skrifaðu athugasemd