5. stjórnarfundur S78 23.maí 2012

By 6. júní, 2012mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi),  Gunnlaugur Bragi Björnsson, Svavar Gunnar Jónsson, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs. Ugla Stefanía Jónsdóttir boðaði seinkun en mætti, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir boðaði forföll.

Fundur settur 17:32

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Mannréttindaviðurkenning 
    Nokkrar nýjar tilnefningar hafa borist skrifstofu, förum yfir listann á næsta fundi. Stjórn Hinsegin daga hefur samþykkt að við fáum að afhenda á opnunarhátíð Hinsegin daga og við fáum auka mínútu þ.e. 5 í stað 4 mínútna eins og í fyrra.
  3. Trúnaðarráðsfundur 
    Hugmynd um að byrja fundinn á að taka smá hópeflis”æfingar”  og ræða síðan tilhögun samstarfs trúnaðarráðs og stjórnar. Seinni hlutinn verður í málefnaflokkunum sem Mummi og Ugla fyrir hönd stjórnar og Birna Hrönn og Hafþór fyrir hönd trúnaðarráðs munu velja úr tillögum beggja hópa.
  4. IGLA café
    Undirbúningur gengur nokkuð vel. Þarf þó að klára að manna vaktirnar. Spurning með að bjóða upp á að skipta fyrrivaktinni í tvennt til að auðvelda mönnun. Matseðill að mestu leyti kominn. Einfaldur seðill og ætti að skila okkur nokkuð inn. Árni Grétar bíður eftir svari varðandi að fá lánuð einhver húsgögn, auka borð og stóla.
  5. Skýrsla formanns – ýmis mál
    • Mummi og Árni Grétar hittu sjónvarpsfólk á vegum Með okkar augum, þáttur unninn af fólki með þroskahömlun. Tekið var viðtal við þá um samkynhneigð, starfið okkar og samkynhneigð og þroskahömlun. Þættirnir verða sýndir í sumar strax á eftir fréttum. 
    • Trans málefnin: Umsögn S’78 um frumvarpið var send í raun um leið og við fengum beiðni um að senda inn umsögn. Vorum greinilega vel á tánum í því máli og gott að geta unnið svona fljótt.  Mummi fór á fund velferðarnefndar í morgun vegna þessa og þar sagði formaður nefndarinnar Álfheiður Ingadóttir að það ætti að reyna að klára þetta mál fyrir þinglok. Nefndarmenn spurðu gesti útí frumvarpið og athugasemdir sem borist höfðu. Almennt góðar undirtektir og góður fundur.
    • Listinn frá IGLA um stöðu Íslands varðandi hinsegin málefni er víst ekki réttur. Ættum að vera ofar á listanum en við erum í skjalinu. Villurnar liggja aðallega í málefnum trans-fólks.
  6. Önnur mál
  • Anna Kristjáns kom á skrifstofuna fyrir fund með rit varðandi  réttindi transgender fólks á Íslandi útgefið af Mannréttindaskrifstofu Íslands. Árni Grétar dreifði á stjórn til að skoða/lesa. Nefndin sem vann frumvarpið um réttarstöðu fólks með kynáttunarvanda byggði sína vinnu mikið á þessum bæklingi.
  • Lögreglubæklingur: Svava hefur ekkert gert og á ekki von á að vinna mikið í þessu fyrr en eftir c.a. 2 mánuði. Stefnan er að klára þetta á þessu starfsári þannig að við ætlum ekki að stressa okkur á þessu alveg strax. 
  • Mannréttindaskrifstofa hefur samþykkt Uglu í framkvæmdastjórn mannréttindanefndar.
  • Q-félag hinsegin stúdenta óskar eftir samstarfi S78 vegna baráttu sinni í blóðgjafa málum – Stjórn samþykkir það.
  • Málefni Pink-Iceland voru rædd og er leiga þeirra í raun ekki bara í peningum, heldur er þetta líka viðbót í viðveru hér í húsinu. Þær gefa okkur svo margt fleira en bara leigutekjur, sinna gestum ef framkvæmdastjóri er upptekinn etc.  Er þó kannski komin tími á að hækka leiguna eitthvað? Kanna hvort það hafi verið undirritaður formlegur samningur en ef ekki þá klára það dæmi.
  • Formaður beðinn að senda fundarboð eða amk  fundargerð ekki seinna en 2 dögum fyrir fund í stað kvöldið áður svo stjórn hafi aðeins lengri tíma til að lesa hana yfir fyrir fund.


Fundi slitið 19:14
Næsti fundur miðvikudaginn 6.júní kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

6,267 Comments

Skrifaðu athugasemd