22. stjórnarfundur S78 20. febrúar 2013

By 7. mars, 2013mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Gunnlaugur Bragi Björnsson (Gulli), Fríða Agnarsdóttir, Svavar Gunnar Jónsson og Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir (Silla).. Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir (Ragga), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi) Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri og Haukur Árni Hjartarson fulltrúi trúnaðarráðs boðuðu forföll.

Fundur settur 17:37

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar
    Samþykkt
  2. Undirbúningur fyrir aðalfund
    Gulli fór yfir ársreikninga og stjórn kom með örfáar athugasemdir sem Gulli mun fara betur yfir ásamt Guðrúnu.
    Mummi er búinn að senda út á flesta sem hann þarf aðstoð hjá varðandi ársskýrslu og er að vinna á fullu í að koma henni saman.
  3. Lagabreytingar
    Stjórn felur Sigurði að vinna þær tillögur að lagabreytingum sem þarf.
  4. Verkefnastaða
    Lögregluskýrslan er í vinnslu og langt komin og vonandi að verða búin.
    Afmælisnefndin er að vinna í ýmsu.
    Nefndarstörf eru í fullum gangi og ganga flest öll nokkuð vel. Nefndir skila inn sínum skýrslum til Mumma.
  5. Fulltrúi S78 til Antwerpen ?
    Ingi Þór hafði samband og vildi kanna hvort við vildum senda út fulltrúa á fund í Antwerpen vegna Out games 2017. Það yrði þó að vera alfarið á okkar kostnað. Við höfum þó spurnir af því að borgin sé að styrkja önnur aðildarfélög sem koma að þessu verkefni með því að greiða fyrir þeirra fulltrúa. Okkur finnst það frekar skrítið að greiða fyrir suma í nefndinni en ekki alla. Spurning er þá kannski líka „hver er okkar staða í nefndinni?”.
    Stjórnin sér sér ekki fært að senda aðila út, kostnaður er of mikill og auk þess er þetta allt of stuttur fyrirvari.
  6. Önnur mál
  • Ný stjórn er komin hjá Hinsegin kórnum og því kominn tími til að ræða aftur við kórinn um það hvort þau muni syngja amk 2-3 sinnum á viðburðum S’78 sem greiðsla fyrir afnot á húsnæði fyrir kóræfingar.
  • Þarf að fá píanóstillingu aftur. Spurning um gera samning við stillingarmann sem kæmi fast 2x á ári. Sá sem hefur komið áður er til í að gera þetta með góðum afslætti. Þarf líka að kanna hjá honum hvort og þá hvernig best er að laga hjólin undir til að geta fært það til auðveldlega.
    Gulli (nýkjörinn formaður kórsins) ræðir við stjórn kórsins um fyrirkomulag greiðslna vegna stillinga hvort sem það er peningagreiðsla eða greiðsla í söng.
  • Líklega komið framboð í öll embætti stjórnar og í trúnaðarráð, ekki vitað með skoðunarmenn reikninga.

Fundi slitið 19:42
Næsti fundur miðvikudaginn 7.mars kl.17:30
Fundarritari: Fríða Agnars

5,032 Comments

Skrifaðu athugasemd