1. Stjórnarfundur S78 13.03.2013

By 27. mars, 2013mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

1. Stjórnarfundur S78 13.03.2013

Mættir: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Fríða Agnarsdóttir, Árni Grétar Jóhannsson (framkvæmdastjóri S78), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi)

 

Fundur settur 20:06

  1. Starfsreglur stjórnar

Starfsreglur, sem má endurskoða á næstu fundum:

 

  • Fundir á tveggja vikna fresti

  • Facebook og sími að mestu notað þess á milli, stjórn getur tekið ákvarðanir saman án funda

  • Fundir á miðvikudögum kl.20.00

  • Skipuritið skoðað, Fríða með félagsstarfið, Siggi tæknimálin, SAS fræðslu og ráðgjöf, Villi fjáröflun, Örn mannréttindi, GAK hefur áhuga á fjölskyldumálum, APS almannatengsl og verkstjórn. Stjórn á eftir að skoða skipuritið og málaflokka betur og afgreiða þá á næsta stjórnarfundi.

  • Bókhaldsskipting Villa og Árna verður skoðuð fyrir næsta fund.

  • Stjórn vill athuga hvort Hilmar Magnússon verði áfram alþjóðafulltrúi.

  • Lykilorð starfsins er Upplýsingaflæði!

 

 

  1. Trúnaðarráð – fyrsti fundur ráðsins og samspil við stjórn

  2. Efla á samskipti og samband við trúnaðarráð

  3. Fyrsti fundur trúnaðarráðs innan tveggja vikna, Siggi hefur samband við þau strax á morgun (14.03.13) um að funda annað hvort um helgina eða í næstu viku, en hann mun einnig mæta á fundinn og kynna starfið og niðurstöður þessa stjórnarfundar

  4. Biðja ráðið um tillögu að vorfundi trúnaðarráðs á fyrsta fundi þeirra

  5. Kynna ‘þjóðfundinn’, biðja um einn fulltrúa úr trúnaðarráði í þjóðfundarnefnd

  6. Bjóða trúnaðarráði að stjórnarmaður sitji fundi þeirra

  7. Bjóða trúnaðarráði að skipta sér niður eftir skipuritsflokkum stjórnarinnar á fyrsta fundi, sem verða endanlegar í vikunni þar á eftir á stjórnarfundi

  8. Þurfum upplýsingar um fulltrúa úr félögum S78 sem sitja í trúnaðarráði

  9. Ákveðið að bjóða stjórn, starfsfólki og trúnaðarráði í partý 5. apríl (APS býður heim)

 

  1. Upplýsingar frá fyrra starfsári/starfið framundan

a) Umræða um fyrra ár:

 

  • fjármálastjórnun virkaði vel.

  • vantaði sjálfboðaliða í vinnu við Gay Pride, bæði að undirbúa atriði í gönguna, sölubása, í almenna hugmyndavinnu

  • Bingó hefði mátt fara fyrr af stað, panta salinn tímanlega

  • Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöld og félagsskírteini þarf að gera fyrr

  • Nýársboð fyrir sjálfboðaliða betur en jólahlaðborð

  • Tillaga um að hafa alltaf þakklætisboð fyrir alla sjálfboðavinnu, strax að henni lokinni. T.d. bjór/kaffi í regnbogasal

  • Flóamarkaðurinn gekk vel, mikið líf í Samtökunum þá

 

b) Verkefni í gangi

 

  • Lögreglufræðsla, Svavar Gunnar og Svava sjá um. Útgjöld fyrir þessu sem þarf að athuga. Fræðslustjórar þurfa að lesa yfir efnið

  • Stattu með, myndbandaverkefni. Hannes Sasi og Árni Grétar vinna að verkefninu. Handritsgerð lýkur með vorinu. Svo þarf að sækja um styrki/fjármagn og fara í framleiðslu. Óskað er eftir tillögu að fastri dagsetningu varðandi handritsgerðina í vor.

  • Afmælisár S78. Ákveðið að halda í 35 viðburði. Þarf að athuga hvort Guðmundur Helgason (fyrrv. formaður) vilji vera áfram í afmælisnefnd, ásamt trúnaðarráði (2 manneskjur), Árna og Uglu Stefaníu fræðslufulltrúa. Svandís athugar samvinnu við fræðasamfélagið, Villi við íþróttasamfélagið. Örn verður tengiliður stjórnar varðandi afmælisviðburði

  • Þarf að athuga Regnbogasýningar í Bíó Paradís, sem tengjast afmælisárinu

  • Gay Pride. Þarf að passa að skipuleggja tímanlega og fá fólk með í Gay Pride atriði

  • Jólabingó. Panta Bingó sal fyrr, setja strax inn á dagatal. Villi ætlar að skoða dagsetningar fyrir bingóinu og leggja fram á næsta fundi

  • Greiðsluseðlar félagsgjalda þurfa að fara út um áramót, félagsskírteini þurfa einnig að vera til um áramót. Skrá í dagatal, ekki seinna en lok nóvember

  • Vormarkaður, flóamarkaður (setja í dagatal). Skoða þegar nær dregur

 

c) Dagsetningar sem skipta máli næsta starfsár

 

  • Staða fræðslustjóra; hvenær verður endurráðið. Skrá í sameiginlegt dagatal

  • Dagatal í gangi sem Siggi er búinn að merkja inn á

  • SAS setur inn atriði frá fundargerð

  • Dagatalið skoðað á næsta stjórnarfundi

 

d) Áherslur stjórnar næsta starfsár

 

  • Fá tillögur frá trúnaðarráði. Ræða á næsta fundi

 

 

  1. Starf starfshópa og nefnda

a) Staða hvers hóps í dag: Verkefni og mönnum

 

  • Árni Grétar póstar upplýsingum um nefndirnar á vefinn fyrir stjórn að skoða

 

b) Hvernig getur stjórn stutt við starfshópanna?

 

  • APS ætlar að hringja í forsvarsmenn starfshópanna og hagsmunafélögin eftir tvær vikur

 

 

  1. Stefnumótun S78

a) Hugmynd um stóran, opinn stefnumótunarfund

 

  • Ákveðið að halda þjóðfund með stefnumótun þar sem öllum félagsmönnum og þeir sem koma að hinseginmálum og Samtökunum ‘78 verður boðið. Haldinn í maí (afmælisviðburður). Þarf að skipa nefnd, APS býður sig fram. Það verður haft samband við Ragnar Þorvarðarson, einnig að biðja um fulltrúa úr trúnaðarráði í nefndina.

 

 

  1. Trúnaðarmál

 

  1. Mál frá aðalfundi

a) Umhverfisstefna verði sett

 

  • Lagt til að framkvæmdastjóri fái ábendingar frá Rvk.borg um hvernig S78 snúi sér í þessum málum. Kynnt á næsta stjórnarfundi

 

b) Stjórn skoðar reglur um notkun á húsnæði S78

 

  • Gjaldkeri ætlar að skoða fjárhagsmál og reikninga, kynna sér stö
    ðuna og kynna stjórn eftir mánuð

 

c) Mannréttindaviðurkenning: Málsmeðferð

 

  • Verður tekið upp á næsta fundi, Siggi kynnir og undirbýr svo hægt sé að afgreiða þetta á næsta stjórnarfundi

 

 

  1. Önnur mál

a) Framkvæmdastjóri kynnir aðsent erindir

 

  • Leikritið Regnbogaballið tekið fyrir. S78 leggja ekki nafn sitt við utan aðkomandi verkefni, en geta auglýst viðburðinn í gegnum tölvupóst til félagsmanna ef skipuleggjendur Regnbogaballsins óska eftir því

 

b) Framkvæmdastjóri í fríi

 

  • Gunnlaugur Bragi leysir Árna Grétar af n.k. þriðjudag.

 

c) Starfsmannamál

 

  • Stjórn hefur áhuga á framkvæmdastjóra í fullu starfi. Til þess þarf stærri styrki frá ríkinu

  • APS ætlar að skoða þær starfslýsingar sem eru til hjá S78 og/eða öðrum félögum. Skilar stöðuskýrslu á næsta fundi

  • Þurfum lýsingu á starfi Árna Grétars, frá honum sjálfum

  • Setja inn á dagatal umræðu um styrki fyrir vorið, þ.e. að sækja um hærri styrki til að fá framkvæmdastjóra í fullt starf

 

d) Sýnileiki S78 og hlutverk stjórnar

 

  • Greinarskrif frá nefndum og félögum innan S78, ásamt frá stjórnarmönnum

  • Heimasíðu þarf að bæta, setja inn auka efni. Ræddir verða samfélagsmiðlar á næsta fundi. Siggi kynnir möguleika síðunnar

  • Stjórn er sammála um að auka sýnileika Samtakanna ‘78 til muna

 

Fundi slitið: 22:14
Næsti fundur verður 27.03.13 kl.20.00
Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

5,311 Comments

Skrifaðu athugasemd