3. Stjórnarfundur S78 17.4.2013

By 1. maí, 2013mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Fríða Agnarsdóttir, Gunnlaugur Bragi (Gulli)(framkvæmdastjóri S78), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Örn Danival Kristjánsson

Fjarverandi: Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK)

 

Fundur settur: 19:35

1.  Sameiginlegur fundur stjórnar með stjórn Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ)

Kiddi (framkv.stjóri), Hörður (formaður), Sigrún, Elín (varaform.) mætt frá ÍÆ.

 

  • Hörður talar um fordóma sem hafa verið innan ÍÆ í garð samkynhneigðra áður fyrr og breytingar á þeim efnum. Öll lönd sem samningar eru við eru spurð út í möguleika samkynhneigðra til ættleiðingar, einnig spurt um möguleika einstæðra.

  • Vita ekki um ríki sem heimilar ættleiðingar samkynhneigðra á milli landa. Horfa sérstaklega á Suður Ameríku í þeim efnum.

  • Hörður veltur fram hvort sé misskilningur hjá S78 eða starfshópi um ættleiðingar, en talar um rangfærslur þar sem það hefur komið fram hjá þessum tveimur aðilum í fjölmiðlum að það virðist vera lönd sem heimila ættleiðingar samkynhneigðra en ÍÆ er ekki að standa sig í samningagerðum (sem hann fullyrðir að er ekki).

  • APS talar um ættleiðingar samkynhneigðra, vill vinna með ÍÆ, gerir grein fyrir stöðu þeirra sem eina ættleiðingarfélagið hér á landi, veltur upp spurningunni um hvað þarf að gerast til að koma samningum á. Segir frá hugmyndum sem hafa komið upp um að stofna sér félag sem sér um ættleiðingar samkynhneigðra. Hörður svarar að það sé ekkert því til fyrirstöðu ef við teljum ÍÆ ekki standa sig.

  • Sigrún spyr út í önnur hinsegin samtök og vinnuna þar, en það virðist lítið þokast áfram í þessum efnum annars staðar í heiminum.

  • Rætt um stöðu innanríkisráðuneytisins, Hörður talar um seinagang í vinnu og samningum (tekur Rússland sem dæmi, 4 árum seinna er samningurinn ekki í höfn). Í gegnum samninga má ÍÆ og ráðuneytið ekki beita þrýstingi á lagabreytingar viðkomandi landa.

  • Sigrún spyr um samtök hinsegin fólks t.d. í Suður Afríku, möguleikan á því að fá almennilegar upplýsingar um stöðuna.

  • Kiddi útskýrir neitun frá Suður Afríku og forgangsröðun ÍÆ, einnig verkferla þegar komið er á samningum. Mikil uppstokkun á starfsemi, auka fjárveiting hefur borist og starfið eflst. Talar um meiri útrás á næsta ári – koma á fleiri samningum.

  • ÍÆ hefur óskað eftir því að innanríkisráðuneytið hafi samning við Suður Afríku (fyrir 10 dögum). Kiddi reiknar ekki með hraðri vinnu, þetta kostar tíma og vinnu – þarf að kynna landið og stöðuna hér, en Suður Afríka þarf ekki fleiri samninga þannig Ísland þyrfti að teljast betri kostur en önnur lönd. Vonast eftir þvi að ná samningum og svo að fljótlega opnist fyrir milliríkjaættleiðingar samkynhneigðra.

  • Reynt er að horfa á þau lönd þar sem staða samkynhneigðra er ágæt og hægt sé að ímynda sér að opnist fyrir millilandaættleiðingar. Þessir mögulegu samningar væru þó ekkert komnir á fyrr en eftir nokkur ár.

  • Kiddi og Hörður tala um þá pólitík sem er í ættleiðingum, lönd vilja ekki hafa þá ímynd að þau geti ekki brauðfætt börnin og hugsað um þau. Dæmi, Indland – en það land hefur nánast lokað fyrir ættleiðingar – þó svo að þar séu mörg munaðarlaus börn.

  • Hörður leggur til að S78 skoði stöðuna hjá hinsegin samtökum í öðrum löndum, þreifi fyrir sér og athugar hvort einhverjir möguleikar séu. Fríða leggur til að við sendum þær upplýsingar og/eða tillögur á ÍÆ, og þá er hægt að sigta úr hvað lönd eru líkleg.

  • Elín talar um rannsóknarvinnu af hálfu S78 til að skoða málin. Hún útskýrir að það þurfi marga virka samninga í einu þar sem lönd og þeirra stefnur breytast (sbr. Indland og lokun þeirra).

  • Hörður lýsir yfir áhyggjum af innanríkisráðuneytinu, óvissutímar framundan þar. Þarf starfsmann í fullu starfi í þessum málaflokki.

  • Vilji fyrir því að viðhalda þessu sambandi S78 og ÍÆ. Starfshópur um ættleiðingar mun taka þau samskipti að sér. APS talar um S78 sem þrýstiafl. Kiddi vill gera það í sameiningu, talar um að vanda málfar og orðanotkun.

  • Kiddi afhendir skjöl/upplýsingar frá ÍÆ okkur til upplýsinga.

  • Lagt til að hittast aftur í maí.

 

 

Fundi með ÍÆ slitið: 20.45

Stjórnarfundur settur: 20.57

 

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2.  Staða ættleiðingamála: Stutt umræða í kjölfar fundar með ÍÆ

 

  • Koma verkefnalista/skilaboðum til starfshóps um ættleiðingar, og senda ÍÆ möguleg lönd sem myndu ættleiða til samkynhneigðra í náinni framtíð.

  • Málin rædd og ákveðið að verða þrýstiafl og halda áfram að vinna mjög sterkt í þessum málaflokki. Halda málinu áfram mjög vakandi.

  • Svör frá framboðum við spurningum starfshópsins eru væntanleg (frestur rennur út á morgun).

 

3.  Stutt yfirlit yfir stöðu mála

 

a.   „Samtakamátturinn“ 1. júní. Þjóðfundur ´78

 

  • Búið að funda með Rvk.borg (Ragnar og Gulli) og gekk vel. Fáum að panta Tjarnarsalinn endurgjaldslaust 1. júní.

  • Næsta skref er að auglýsa þetta okkar félögum. Gulli sendir út í fréttabréfi á morgun.

  • Verður frá 14-17, jafnvel móttaka milli 17-18. Hafa ‘kokteil’, tónlistaratriði. Þetta er afmælisviðburður.

  • Jafnvel að halda ball í Iðnó um kvöldið. Spurning um að bjóða upp á ódýra miða í forsölu. Stefnan sett á að ná í sem flesta félagsmenn.

  • Afmælisnefnd og Raggi munu tala saman og stilla saman strengi, varðandi dagskrá.

 

 

b.   Afmælisnefnd

 

  • Nefndin hefur hist. Margir möguleikar, verið að skoða ýmsar uppákomur.

  • Gulli verður tengiliður milli ‘Samtakamáttar’ og afmælisnefndar. Samtakamátturinn sér um fundinn, afmælisnefndin sér um skemmtanir.

  • Samtökin eiga afmæli í maí – gera eitthvað á þeim degi. Vera með köku.

  • Flóamarkaður og Kasha framundan.

  • Villi, Örn og Gulli munu raða viðburðum saman í dagtal og kynna fyrir afmælisnefnd og stjórn á næsta fundi.

  • Villi hafði samband við Hannes (hönnuð) varðandi afmælislógó. Það er vonandi væntanlegt.

 

 

c.   Alþjóðastarf

 

  • APS nefnir Jón Gunnar Ólafsson, sem er jákvæður fyrir að koma í hópinn.

  • APS og Siggi búin að ræða við Hilmar Magnússon og skoðað lista frá ILGA þar sem kemur fram að Ísland stendur sig ekki nógu vel.

  • Villi og Gulli búnir að fara á fund varðandi mannréttindi, möguleiki fyrir því að senda aðila frá S78 í október til að vinna verkefni í Rúmeníu.

  • Hugmynd að koma aðilum úr stjórn og trúnaðarráði inn í þetta starf.

 

 

d.   Stofnun lögfræðingahóps

 

  • APS heldur utan um þetta – er hugsanlega komin með þriggja manna teymi.

  • Fríða ætlar að athuga með lögfræðinga sem voru tilbúnir að vinna með þessum hópi, kom fram í fyrri stjórn. Einnig skoða t.d. pro bono vinnu KPMG.

 

 

e.   Starfsmannamál

 

  • APS búin að funda með Gulla. Ræddi einnig eilítið við Uglu. Vill fara yfir vinnuferla, samskipti við stjórn.

  • Hugmynd um að fá stutta lýsingu á starfinu vikulega frá framkvæmdastjóra og fræðslufulltrúa. Fá betri yfirsýn yfir viðveru starfsfólks og starfi þeirra og fá upplýsingar frá þeim um hvað mætti betur fara. Fræðslufulltrúa verður bætt við í hóp stjórnar á fb.

  • Einnig þarf að hækka tímakaup ráðgjafa.

  • Þarf að skoða fræðsluefni – má setja inn í starf fræðslufulltrúa.

  • Svandís og Gulli munu á næstu viku setja saman skjal og fá frá ráðgjöfum upplýsingar um starfsemi ráðgjafa. Nýtist í starfið og styrkjabeiðnir.

 

 

f.    Fundur Samtakanna með framboðum til Alþingis 18.04.13

 

  • APS eða Gulli senda út póst í fyrramálið á þá fulltrúa sem hafa boðið komu sína.

  • Stefnt á að sýna vel fram á stöðu S78, hvað við þurfum, hvaða málefni eru brýnust.

  • Stjórnarmeðlimir munu reyna að passa að svör komi við málefnum sem snúa að rekstri og innanhús málum S78.

  • Siggi mætir með IGLA kortið, tilbúinn að spyrja.

  • Gulli útbýr ‘gjafapakka’ fyrir framboðin til að taka með sér heim (upplýsingar).

 

 

g.   Samtökin í fjölmiðlum

 

  • S78 hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarið. APS stendur sig vel þar og mun halda áfram.

 

 

h.   Önnur mál eftir þörfum

 

  • Á næsta fundi þarf að skipa mannréttindaviðurkenninganefnd.

 

4.  Sameiginlegur fundur stjórnar og trúnaðarráðs 20. apríl 2013

 

  • Fundur verður 10:30-16:00.

  • GHG og SAS taka að sér matseld. Villi leggur til fjármagnið.

  • Stefnan að fá fram hugmyndir og umræður um helstu mál S78.

  • Villi mun spyrja Hannes um City Walk með hópinn.

  • Dagskrá: vekja fólk með spurningaleik (Siggi með umsjón), umræður, háadegismatur, vöfflur, ganga og happy hour. Gulli og APS hafa samband við Auði og GHG varðandi námkvæma dagskrá.

  • GHG athugar tilbúið quiz.

 

5.  Verkaskipting og áherslur stjórnar

 

  • Frá 1. stjórnarfundi: Fríða með félagsstarfið, Siggi tæknimálin, SAS fræðslu og ráðgjöf, Villi fjáröflun og íþróttir, Örn mannréttindi, GAK fjölskyldumál, APS almannatengsl og verkstjórn.

  • Villi heldur yfirsýn yfir styrkumsóknir.

  • Starfsreglur stjórnar frá 1. fundi samþykktar með því ákvæði að fundir verði á miðvikudögum, alla jafna.

 

 

6.  Önnur mál

 

  • Siggi ræðir að ungliðahreyfingin er ekki í rekstraráætlun S78. Segir þau þurfa meiri stuðning, þar með fjárhagslegan.

  • Siggi og Villi munu skoða hvað hefur verið gert fyrir ungliðana og hvernig hægt sé að bæta það.

 

 

Fundi slitið: 22.17
Næsti fundur verður: 01.05.2013 kl. 20.00

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

5,896 Comments

Skrifaðu athugasemd