16. Stjórnarfundur S78 27.11.2013

By 28. janúar, 2014mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

16. Stjórnarfundur S78 27.11.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)

 

Fjarverandi:  Örn Danival Kristjánsson,  Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs),

 

Fundur settur: 17:40

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

 

2. Minningardagur transfólks

 

  • Mjög vel heppnaður viðburður.

  • Betur hefði þurft að huga að frágangi í húsnæði S78. Það þarf að vera búið að ákveða hverjir ganga frá.

  • Vel mætt, bæði í kirkjuna og í kaffið.

  • Rætt um að TÍ geti gert þennan viðburð jafn góðan eða jafnvel betri að ári.

 

3. Störf kjörnefndar

Hvenær hefjast þau, þarf að gefa nefnd leiðbeiningar eða fyrirmæli?

 

  • ÁG talar um að þetta sé í fyrsta sinn sem kjörnefnd sé kosin með þessum hætti.

  • Siggi segir að það sé betra að fara með starf nefndarinnar fyrr af stað núna heldur en í fyrra.

  • ÁG leggur til að uppfæra Facebook hóp með nefndinni og mun hvetja hana til starfa.

  • Rætt um að stjórn þurfi að ákveða hvenær aðalfundur verður og senda út fyrstu tilkynningu í janúar.

  • Stjórn mun taka þetta upp á næsta fundi. ÁG og APS munu skoða dagsetningar.

 

4. Aðventukvöld

Staðan? (pistill AAPS v/ bréfamaraþons, til uppl.)

 

  • ÁG segir frá því að upplesarar séu að verða komnir.

  • ÁG segir stjórn einungis þurfa að deila viðburðinum á facebook.

  • Bréfin frá Amnesty sem verða á þessu kvöldi eru komin í hús.

 

5. Jólabingó

Staðan?

 

  • Málin ganga nokkuð vel. ÁG segir helst þurfa að huga að vinningum (reyna að fá fleiri) og svo deila viðburðinum á facebook.

  • ÁG leggur til að hann og Villi bóki fund með Wow air varðandi flugmiða.

  • Fríða nefnir að það þurfi fólk til að hjálpa til við undirbúning og utanumhald á kvöldinu sjálfu.

  • ÁG ræðir að það þurfi að huga að því að vera ekki of langt fram á kvöldi.

  • Enn á eftir að finna aðila til að vera kynnir.

  • Siggi spyr hverjir komast til að aðstoða. Stjórn ræðir. GHG, APS og Villi ásamt Fríðu og ÁG geta tekið þátt í undirbúningi á föstudeginum sjálfum.

  • Ákveðið að deila status á Facebook um ákall eftir vinningum.

 

6. Óformleg könnun meðal félagsmanna vegna mismununar á vinnumarkaði

Staðan og möguleg 25 evru útgjöld

 

  • Með þeim fyrirvara að þetta séu 25 evrur í heildina samþykkir stjórn að greiða fyrir niðurstöður úr könnuninni.

  • Rætt að S78 hafa gott af því að hafa yfirsýn og þekkingu á stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði og hugsanlegri mismunun þar.

 

7. Fræðslumál

Staðan? Rainbowsíðan og útúrskápnum síðan, fræðslubæklingur

 

  • Bæklingurinn í vinnslu. Heimasíðan í bið. En rainbowsíðan er ekki að fara að gerast. ÁG finnur ekki upplýsingar um hana og ekkert hefur heyrst meira.

 

8. Bleika húfan (Thorvaldsen fordómamálið)

Staðan – næstu skref?

 

  • ÁG segist ekki hafa heyrt í fólkinu aftur eftir að fundinum var frestað. Hann mun hafa samband.

 

9. Úganda

Staðan á styrktartónleikaskipulagningu og endurskoðun reikninga

 

  • ÁG greinir frá því að enn sé misskilningur og ruglingur á stimplun ársreikninga. Hann segir að Guðrún endurskoðandi sé enn með þetta mál hjá sér og enn verið að skoða hvort við fáum þessa vinnu án endurgjalds.

  • APS biður ÁG um að fylgja málinu vel á eftir þar sem það þarf að fá í gegn sem fyrst.

  • Villi er búinn að heyra í Jóni Þóri, sem er tilbúinn að taka þátt en ekki bera ábyrgð á öllu tónleikaskipulaginu. Hann er hins vegar tilbúinn að koma að fjárhagsáætlunargerð og nýta tengslanetið sitt.

  • Rætt um að hafa samband við Pál Óskar.

  • ÁG minnist á Pétur Óla, varðandi eventdeild Saga film. Villi mun ræða við hann.

 

10. Umsagnir S78 um þingsályktunartillögu og frumvarp og innlegg í  mótun fjölskyldustefnu

Til upplýsinga

 

  • Búið er að senda inn umsögn (málefni hinsegin fólks, hatursorðræða í garð trans fólk, fjölskyldustefna hinsegin fólks).

  • Önnur beiðni um umsögn var að berast varðandi jafnréttismál.

 

11. Húsnæðismál

Staðan á mygluaðgerðum og fleiru

 

  • Búið er að halda húsfund. Þar var rætt um hvernig hægt væri að laga þakið, og að slíkt væri ekki mögulegt yfir vetrartíma. Til þess að þetta sé hægt þarf að leggja út mikinn kostnað. Eigendur í húsinu eru ekki á einu máli varðandi ábyrgð og hverjir eigi að greiða.

  • Það verður þó að lagfæra þetta eftir veturinn.

 

12. Önnur mál

a) Styrktarsjóður Q

 

  • Q er búið að senda reglur sjóðsins.

  • Rætt um að tryggja að S78 hafi ávallt fast sæti í stjórn. APS mun renna yfir reglurnar. Samþykkt er að halda málinu áfram í framhaldinu af því.

 

b) Intersex: Næstu skref?

 

  • SAS er mjög áhugasöm um að við sýnum myndina Intersexion. ÁG falið að skoða það.

 

c) Beiðni um aðstoð vegna umsóknar um ríkisborgararétt

 

  • ÁG fékk símtal og sömuleiðis hefur verið haft samband við APS. Íslenskur strákur er giftur manni frá Marokkó, en þeir hafa lítið búið á Íslandi. Þeir eru núna að sækja um ríkisborgararétt fyrir eiginmanninn frá Marokkó í gegnum alþingisleiðina og biðja um aðstoð. Hann hefur lagt góð rök fyrir því máli.

  • Umræða um hvort og hvernig S78 geti beitt sér í þessu máli.

  • GHG spyr hvort S78 sem mannréttin
    dasamtök eigi ekki berjast fyrir þessu.

  • ÁG nefnir tímapressu í þessu máli þar sem þetta fer fyrir Alþingi fyrir vikulok.

  • Rætt um að APS mun koma sér í samband við þingmenn til að athuga hvernig umræðan um þetta mál er/yrði.

 

d) Jólaball

 

  • Félag hinsegin foreldra óskar eftir styrki og tillögum að einhverjum til að spila á jólaballi sínu.

  • SAS leggur til að athuga með Hallveigarstaði. ÁG og Villi munu skoða þetta mál nánar.

 

e) Jólaball fyrir fullorðna

 

  • ÁG rekur söguna. Spurning um hvort við viljum halda jólaball.

  • Rætt um að halda jólaball á Kíkí. Talað um hvernig þetta hefur gengið áður fyrr, rukkað lítið við hurðina og ágætis gróði. Einnig rætt um möguleikan á því að halda ball í Þjóðleikshúskjallaranum.

  • 21. og 28. desember til umræðu. Villi mun athuga með kostnað. Þetta verður svo rætt betur inn á facebook.

 

Fundi slitið: 18.57.
Næsti fundur verður: 11.12.13 kl. 17:15.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir.

6,198 Comments

Skrifaðu athugasemd