22. Stjórnarfundur 2014

By 25. febrúar, 2014júní 16th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Stjórnarmennirnir Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78)
Fjarverandi: Fríða Agnarsdóttir, Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson, Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs)

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

Fundur settur: 18:25

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

2. Úganda, nýsamþykkt löggjöf, söfnunarátak á Íslandi og framkvæmd samstarfsverkefnis

Allt í góðum farvegi og mikil sjálfboðavinna í gangi. Stjórn hvetur alla til að mæta.
APS segir allt á góðu róli en eftirfylgnin helsta málið ásamt auglýsingu fyrir öllu saman.
APS og Ásthildur hafa verið í sambandi við Köshu. Verið að skoða varðandi verkefni, hvort hægt sé að halda í verkefnið sem var sótt um vegna ástandsins í Úganda. Verið er að skoða og ræða möguleika um að sækja um fyrir öðruvísi verkefni.

3. Fjárframlög frá ríkinu

ÁG og Villi ræða um umsóknarferlið og upplýsa stjórn um hvernig því var háttað (breytingar frá því áður) og fyrir hverju var sótt og hvað var fengið. Fundarskjöl meðferðis, afrit af styrkumsóknum, sem voru annars vegar fyrir almennu starfi (og öllum liðum því tengdu) ásamt aukalegri greinargerð sem velferðarráðuneytið óskaði eftir, ásamt umsókn fyrir verkefninu Stattu með.
Villi útskýrir hvernig var staðið að umsókninni fyrir Stattu með verkefninu. Villa datt í hug að sækja um fyrir þessu verkefni þar sem hann taldi það líklegt til að fá styrk, einnig vegna þess að umsóknin var tilbúin og tíminn naumur. Hann segir mistök að kynna ekki strax, þó svo að það hafi þá verið eftir á.
APS ræðir hvernig vinnubrögðin voru slæm þar sem ekki voru allir upplýstir. APS segir ekki blasa við að sækja frekar um þetta verkefni en annað.
SAS segir erfitt að fá þessar upplýsingar eftir á þar sem stjórn vissi ekki fyrir hverju var sótt, þá sérstaklega varðandi Stattu með verkefnið.
Rætt um peningamál tengd verkefninu Stattu með og framhaldið á því.
Mikil umræða um að komast á föst fjárlög, til að geta verið örugg með reksturinn okkar og að þurfa ekki að standa í verkefnaumsóknum á hverju ári fyrir mjög þéttu starfi og rekstri.
Rætt um að ÁG geri drög að verk- og fjárhagsáætlun fyrir Stattu með þegar húsnæðismálin eru komin í farveg.
APS segir einnig að það þurfi að skoða það að fá framkvæmdastjóra aftur upp í 100% stöðu.
Rætt um hvernig og hvort möguleiki sé á því að fá aukin fjárframlög frá ríki og borg.

4. Húsnæðismál Samtakanna

ÁG ræðir um að það vanti fundarstjóra fyrir fimmtudaginn. Það vantar aðila sem bæði getur stjórnað umræðum vel og sem þekkir vel til félagslaga svo að allar upplýsingar séu á hreinu. Lagt til að ræða við Guffa, ef hann getur ekki verður málið rætt á facebook.
Umræða um upplýsingagjöf á fundinum: af hverju á að flytja, ferlið í kringum það (félagafundir og samþykktir), upplýsingar um húsnæðið og framtíðarhugmyndir um það. ÁG mun undirbúa það. Villi mun undirbúa peningalegu hliðina á báðum húsnæðum (núverandi og framtíðar).
APS opnar fund, kynnir af hverju við viljum flytja og kynnir fundarstjóra. Villi mun kynna húsnæðið nýja og peningamálin í kringum það.
Rætt hefur verið við aðra eigendur í þessu húsnæði sem hafa lýst yfir áhuga á kaupum á húsnæðinu. Sölumál verða tekin upp eftir fundinn á fimmtudaginn ef allt verður samþykkt.

5. Skipun fulltrúa í nefnd um málefni hinsegin fólks

SAS og Siggi munu vera tilnefnd fyrir hönd S78. Þessar tilnefningar eru með þá hliðsjón að einnig Q og T.Í hafa fengið ósk um tilnefningar.

6. Umsögn um jafnréttisfrumvörp velferðarráðherra

Drög komin varðandi þetta framvarp og stjórn sammála um að senda þau áfram. Mikil samstaða.

7. Önnur mál

-Stjórnsýslukæra á hendur Þjóðskrá
APS er með málið til skoðunar og hefur sent málið áfram til annarra lögfræðinga, en það varðar samkynja par, þar sem önnur er íslensk, en hin (útlenska) gekk með barnið þeirra og fæddi í öðru landi. Þær fá það ekki skráð sem íslenskt og þá sem barn þeirrar íslensku.

Fundi slitið: 20:00.
Næsti fundur verður: 11.03.14 kl. 17.30.

5,621 Comments

Skrifaðu athugasemd