23. Stjórnarfundur 2014

By 11. mars, 2014júní 11th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Stjórnarmennirnir Fríða Agnarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi), Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs), Anna Pála Sverrisdóttir (APS).
Fjarverandi: Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Örn Danival Kristjánsson.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

Fundur settur: 17:37

1. Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt

2. Undirbúningur fyrir aðalfund (fundarstjóri, ritari, ársskýrsla o.fl.)

Rætt um að fá aftur sama aðila og síðast – frá JC. Árna falið það að hafa samband og óska eftir fundarstjóra, við erum tilbúin til að greiða lítið fyrir.
Stjórn hefur áhuga á að ræða við Uglu.
APS vinnur í ársskýrslunni. SAS nefnir að Sigga Birna ráðgjafi sé að taka saman upplýsingar um ráðgjöfina. Villi nefnir að best sé að halda annan stjórnarfund til að taka saman helstu niðurstöður og upplýsingar sem fara í ársskýrsluna fyrir aðalfund.
ÁG nefnir einnig að hann og Villi þurfa að fara yfir nákvæmar upplýsingar varðandi félagatal.
Ákveðið að halda auka fund á fimmtudaginn í næstu viku kl. 17.30.

3. Birting á framboðum

Rætt um hvort við sem stjórn, og meðlimir hennar sem eru í framboði, eiga að taka ákvarðanir sem snúa að þessu.
Villi bendir á að innan stjórnar er nú komin meiri vitneskja um framboðin og varaframboð og þar með eru sumir frambjóðendur komnir með frekari upplýsingar heldur en aðrir frambjóðendur.
Umræða um hvernig lögin eru orðuð. Stjórn vísar þessari umræðu til næstu stjórnar.
Stjórn samþykkir að birta öll framboð, einnig varaframboð á vefinn með samþykkir kjörnefndar. ÁG mun gera það á morgun.

4. Umhverfisstefna S78

ÁG er með þetta í vinnslu, Mummi er að vinna þetta með honum. Landvernd kemur að þessu.

5. Bókasafnið og tillaga Þorvaldar

APS ræðir hvort og hvernig við viljum fara að þessu máli. Telur skynsamlegt að setja tilllöguna út fyrri part næstu viku.
Rætt um að gefa Kynjafræðinni við HÍ fræðibókahlutann. Þar með styrkjum við sambandið við fræðasamfélagið og hinseginfræðin og þar með eyrnamerkja bækurnar og sömuleiðis að það verði athöfn og ábyrgð yfir bókunum.
Umræða um hvort aðrar bækur séu gjöf eða til varðveislu hjá bókasöfnum almennt. Fríða leggur til að við spyrjum Þorvald álits.
ÁG tekur þetta að sér.

6. Tímaritsgrein

Icelandic Times hefur boðið okkur að kaupa umfjöllun í tímaritinu þeirra, þá samhliða Pink Iceland og Kíkí.
Stjórn afþakkað boðið.

7. Eineltisstefna S78

Siggi og Matti eru með þetta á sínum snærum. Þeir ætla að reyna að hittast eftir aðalfund og verður málið þá klárað (Matti er erlendis).

8. Dagatal S78, til fyrir næstu stjórn?

Ítreka við ÁG að gera þetta. Þarf ekki að vera flókið eða fallegt, en sjónrænt fyrir alla stjórnarmeðlimi til að sjá á hverjum fundi. Siggi með hugmynd um krítartöflu, nokkuð sem mætti skoða á nýja staðnum. Fríða ætlar að skoða hvort hægt sé að kaupa slíkt.

Önnur mál

a) Ritari spyr – hvenær verður þessi (eða síðasta) fundargerð samþykkt þannig að hún komist á netið?
Leysum þetta á netinu – umræða þar.
b) Ný fartölva?
Siggi mun skoða hvaða tilboð hann getur fengið og ræða við Villa um hvort við höfum efni á henni.
c) Umræða um hvort stjórn vilji fara út að borða eftir að hún hættir störfum.
Siggi og Fríða ræða um síðasta lokamat og að það hafi verið notalegt en kostað nokkuð mikið.
Mikill vilja um að hittast og eiga góða stund saman. Rætt um að hittast í heimahúsi og panta mat, lækka kostnað og notalegt. Stungið upp á að borða saman á fimmtudagskvöldinu fyrir aðalfund, eftir lokafund. SAS mun búa til viðburð og bjóða stjórn og starfsfólki S78.
d) Mannréttindaviðurkenningarnefndina
Siggi nefndir mannréttindaviðurkenningarnefndina sem á eftir að skila af sér áliti. Siggi mun mæta með það á næsta stjórnarfund.
e) Úganda og önnur styrk umsókn
Að frumkvæði bandaríska sendiráðsins höfum við sótt um í Global Equality Fund, fyrir fjármagni í verkefni sem ráðgjafar S78 koma að, þ.e. og vinna ráðgjöf með hinsegin fólki í Úganda. Þetta hefur verið unnið í samvinnu við ráðgjafana og Angel tengilið okkar við Úganda. Drögum að umsókninni hefur verið deilt með stjórnarmeðlimum inn á facebook. Inn í þessari umsókn er líka verið að sækja um fé í blaðaverkefnið sem þegar er í gangi með Úganda.

Fundi slitið: 18:32
Næsti fundur verður: 20.03.14 kl. 17:30.

6,015 Comments

Skrifaðu athugasemd