Fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar

By 30. október, 2015Fréttir

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í vikunni að Kittý Anderson, formaður Intersex Íslands, og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fyrrum fræðslustýra Samtakanna ´78 og núverandi fjölmiðlafulltrúi Trans Íslands hefðu hlotið fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar í ár. Viðurkenningin er veitt fyrir óþrjótandi baráttu og kynningu á réttindum og málefnum trans- og intersex fólks. Trans Ísland og Intersex Ísland eru bæði aðildarfélög að Samtökunum ´78. Við óskum Kittý og Uglu til hamingju með viðurkenninguna og erum sammála Siðmennt um að þær séu svo sannarlega vel að henni komnar. 

2 Comments

Skrifaðu athugasemd