Við tilkynnum með ánægju að nú er hægt að fá geisladiskinn Nóg til frammi með Hljómsveitinni Evu til sölu hjá okkur á Suðurgötu 3 og einnig diskana Stella og Trúður í felum með Stellu Hauks. Fyrri diskur Stellu sem nefndur er eftir henni sjálfri hefur verið ófáanlegur um árabil og Trúður í felum aðeins fáanlegur í Vestmannaeyjum. Stella Hauks var fyrsta söngvaskáldið hérlendis til að yrkja um ástir kvenna til kynsytra sinna og því brautryðjandi á sínu sviði. Þetta er því mikill happafengur fyrir tónlistarunnendur. Þessa tónlist finnur þú ekki á Spotify!
Hægt er að kaupa diskana hjá okkur alla virka daga frá kl. 13-16 eða á opnum húsum sem eru öll fimmtudagskvöld frá kl. 20-23.
Your article helped me a lot, is there any more related content? Thanks!