14. Stjórnarfundur 2015

By 21. október, 2015mars 27th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Kitty Anderson meðstjórnandi (KA), Matthew Deaves meðstjórnandi (MD) og Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SMM). Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra (AMA).
Forföll: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), Júlía Margrét Einarsdóttir ritari (JME) og Kara Ásdís Kristinsdóttir meðstjórnandi (KÁK).
Gestur fundarins var Erna Mathiesen lögfræðingur.

Ár 2015, miðvikudaginn 21. október kl. 20.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri ritaði fundargerð.

1.Erna Mathiesen lögfræðingur í heimsókn

Erna Mathiesen hefur boðist til að vera félagsfólki innan handar um ýmsa ráðgjöf. Ekki er um að ræða að hún sæki mál eða tali fyrir hönd félagsins. Þjónusta Ernu yrði bundin ráðgjöf og leiðbeiningum við félagsfólk, yfirlestri skjala, aðstoð við gerð draga að skjölum og samningum, aðstoð vegna samskipta við stjórnvöld. Erna hefur fengist við mál af ýmsu tagi, t.a.m. skilnaðar‐ og forsjármál. Hún gæti leiðbeint fólki varðandi fyrstu skref í ýmsum málum og til hvaða stofnana eigi að leita. Erna gæti metið mál sem svo væri t.d. hægt að vísa áfram til Bjargar Valgeirsdóttur lögmanns.

Samþykkt að láta reyna á þjónustu Ernu. Umfangið er óljóst en fylgst verður náið með eftirspurninni og staðan tekin þegar nokkur reynsla er komin á.

Stjórnin þakkar Ernu Mathiesen kærlega fyrir þetta mikilvæga framlag til starfseminnar og þjónustu við félagsfólk.

2.Fundargerð síðasta fundar

Yfirferð síðustu fundargerðar frestað þar sem hana er ekki að finna á skjaladrifi Samtakanna. Síðustu tvær fundargerðir eru óyfirfarnar og ósamþykktar.

3.Almennt félagsstarf: Félagsfundur 11. nóv. ‐ Kjörnefnd og kynning á BDSM

Dagskrá fundar: Kynning á fjárhagsáætlun næsta árs. Hálfs árs uppgjör. Stiklað á stóru frá sameiginlegum fundi stjórnar og trúnaðarráðs. Kynna að BDSM Ísland sé að sækja um hagsmunaaðild ‐ fá stjórn BDSM til að halda kynningu.

Fundarboð með óskum um framboð í kjörnefnd þarf að sendast viku fyrr. Rætt um möguleg framboð í kjörnefnd og hvernig best sé að tryggja mönnun. Nefndin endurspegli sem best breiddina í hinsegin samfélaginu. AMA ræðir við fólk sem kann að hafa áhuga á setu í kjörnefnd og ræðir við BDSM Ísland um að halda 20‐30 mín. kynningu á fundinum.

4.Fjármál og fjáröflun: Styrkur frá Velferðarráðuneyti ‐ farið yfir fjárhagsáætlun

Einstaka liðir í fjárhagsáætlun ræddir. Ákveðið að hækka áætluð útgjöld vegna ungliðastarfs og lækka áætluð útgjöld vegna vefsíðu í áætlun fyrir 2016. Sótt er um rúmar 20 milljónir til ráðuneytis. Skilafestur umsóknar er 10. nóvember nk.

5.Fjármál og fjáröflun/menning og viðburðir: Jólabingó

Lítið er um áhuga og stuðning við jólabingó hjá þeim tæplega hundrað manna kjarna sjálfboðaliða sem er virkur á Aðaltorginu (umræðuvettvangi um starfsemi félagsins á Facebook). Gerð verður önnur atlaga til að fá fólk til að bjóða fram aðstoð en ljóst að ef ekki fæst fólk til framkvæmda verður ekki af viðburðinum. Rætt um jólaglögg á Þorláksmessu.

6.Önnur mál

Staða alþjóðafulltrúa

Skipa þarf nýjan alþjóðafulltrúa í stað Aldísar Þorbjargar Ólafsdóttur. Matthew Deaves lýsir yfir áhuga á að taka stöðu alþjóðafulltrúa. Samþykkt einróma.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Ungir sjálstæðismenn kalla eftir viðbrögðum frá Samtökunum ´78 vegna stefnumótunar í málefnum hinsegin fólks fyrir landsfund flokksins. Ákveðið að óska eftir tillögum inn í skjal á á vinnusvæði stjórnar og framkvæmdastýru á Facebook.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.30.

355 Comments

Skrifaðu athugasemd