17. Stjórnarfundur 2017

By 2. febrúar, 2017mars 16th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Kitty Anderson – KA, alþjóðafulltrúi. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, meðstjórnandi. Erica Pike – EP, áheyrnarfulltrúi í stjórn. Helga Baldvins- Bjargardóttir – HBB, framkvæmdastýra. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 2. febrúar 2017 var haldinn fundur að Veltusundi klukkan 18:15.
Fundargerð ritaði Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir

Fundur settur 18:15

1. Fundargerð síðasta funda

Ekki farið yfir fundargerð síðasta fundar.

2. Innheimta félagsgjalda

Rætt var um að samþykkja boð frá Valitor um færsluhirðingu. Verið er vinna að því að útbúa vef sem flytur fólk inn á öruggan vef hjá Valitor þegar tekið er við kreditkortaupplýsingum við greiðslu félagsgjalda. Stjórn ákvað að hækkun á félagsgjöldum myndi taka gildi við innheimtu félagsgjalda í febrúar en að þeir sem velja að borga félagsgjöldin með korti fái afslátt sem nemur hækkuninni.

3. Smiður

Rætt var um að smiður myndi byrja að taka niður vegg í ráðgjafarherbergi í febrúar til að útbúa hljóðeinangraðan vegg með gluggum á. Stjórn samþykkti að gera viðeigandi breytingar til að koma fyrir pípulögnum í vegginn til að geta sett upp frístandandi vask. Rætt um að fá álit Helga Steinars arkítekts á útfærslu.

4. Fréttatilkynning vegna Samtakamáttar

Ákveðið var að HBB og MHG myndu semja saman fréttatilkynningu vegna Samtakamáttarins og notast við gögn frá ILGA-Europe um að Ísland væri að dragast aftur úr í réttindum hinsegin fólks.

5. Stuðningur við hinsegin hælisleitendur

MHG og HBB gerðu sameiginlega fréttatilkynningu með Semu Erlu frá Solaris um sérstaklega viðkvæma stöðu hinsegin hælisleitenda. Stjórn samþykkti að halda áfram að benda á hvernig stöðu hinsegin hælisleitenda sé ábótavant.

6. Handleiðsla fyrir ráðgjafa

HBB átti fund með öllum ráðgjöfum S’78 og þar var kallað eftir því að ráðgjafar gætu hist reglulega yfir árið og átt hóphandleiðslutíma saman. Stjórnin samþykkti að heimila 6 slíka tíma á ári sem væru þá greiddir með sama formi og ráðgjöf.

7. Þrif og umsjón með sal

HBB tók að sér að tala við Fríðu og finna út hvenig hún telji ákjósanlegast að verkefnum hennar innan samtakanna sé háttað og hvort finna þurfi annan aðila til að sjá um útleigu á sal og innkaupum fyrir sjoppuna.

Fundi slitið: 19:00

5,808 Comments

Skrifaðu athugasemd