16. Stjórnarfundur 2017

By 16. október, 2017mars 10th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður, Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi. Daníel Arnarsson – DA, framkvæmdastjóri. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs.

Þann 16. október 2017 var haldinn fundur á Suðurgötu 3 kl. 18:15.
Fundargerð ritaði Daníel Arnarsson

Fundur settur 18:27

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð 15. Fundar samþykkt.

2. Stuðningur við ályktun um fjármögnun ILGA-Europe

ILGA-Europe innheimtir meðlimagjöld fyrir ILGA-World en heldur engu eftir fyrir sig. Tillaga er uppi um það að gera reglubreytingu sem væri sú að aðildarfélög gætu greitt valkvætt framlag sem rynni beint til ILGA-Europe að upphæð 100 til 10.000 evrur. Samtökin ’78 hefur verið beðin um að vera meðflutningsaðili að tillögunni sem flutt verður á ársþingi ILGA-Europe í Póllandi í byrjun næsta mánaðar.

Stjórn S78 samþykkir að vera meðflutningsaðili að tillögunni.

3. Dívugleðin óskar eftir styrk v/skemmtidagskrár

Stjórn S78 ákveður að styrkja ekki þessa gleði að svo stöddu. Samtökin ’78 munu hinsvegar auglýsa viðburðinn eins við getum og notum okkar miðla til þess.

4. Hinsegin kórinn óskar eftir stuðningsbréfi v/umsóknar um að halda kóramótið Various Voices á Íslandi 2022

Stjórn S78 samþykkir að gefa út stuðningsbréf og felur framkvæmdastjóra að vera í samskiptum við Hinsegin kórinn um vinnslu þess.

5. Fært í trúnaðarbók

Fært í trúnaðarbók

6. Húsvarðarstarf fyrir Regnbogasalinn

Framkvæmdastjóri og gjaldkeri taka að sér umsýslu húsvarðarstarfsins og auglýsa í framhaldinu eftir vænlegum starfskrafti.

7. Staða samningagerðar við Reykjavíkurborg

Framkvæmdastjóri greinir frá stöðu samninga sem eru í vinnslu

8. Ungliðastarfið, félagsmiðstöð

Stjórn er sammála því að gera það skýrara að ungliðastarfið er nú rekið sem félagsmiðstöð.

9. Viðburðir á næstunni, stjórnmálaspjall og workshop

Fimmtudagsviðburðurinn næsti verður tileinkaður alþingiskosningunum. Einnig er okkur boðið workshop frá leikkonu, framkvæmdastjóri talar betur við hana um útfærslu.

Fundi slitið kl. 19.53

5,448 Comments

Skrifaðu athugasemd