Bretland – Hjúskaparréttur til samkynhneigðra á dagskrá

By 6. desember, 2002Fréttir

Frettir Lesbíur, hommar og tvíkynhneigðir í parsamböndum skulu njóta sama réttar og gagnkynhneigð hjón, segir Barbara Roche, ráðherra félags- og jafnréttismála í stjórn Verkamannaflokksins í dag. Um leið tók hún það fram að enginn skyldi búast við neinu sem héti ?gay marriage?. Hún sagði að hér væri um að ræða ?afskaplega þýðingarmikið mál? og talaði í því sambandi um ?civil partnership? sem í raun þýðir að breska ríkisstjórnin er að tala fyrir sams konar réttarbótum og orðin eru að veruleika í flestum ríkjum Norður-Evrópu.

?Málið snýst ekki um pólitíska rétthugsun,?sagði Barbara Roche, ?heldur um það að skapa lög sem eru í einhverju samræmi við það líf sem menn lifa.? Hún lét þess einnig getið að samfélagið hefði ?þokast áfram? og sagði að mörg sambönd samkynhneigðra væru full af ástríki og staðfestu, ?en lögin viðurkenna ekki sambönd þeirra?.

Málið verður undirbúið í sumar og frumvarp til laga sennilega borið fram á þingi næsta vetur. ?Hér er ekki verið að tala um hjónaband. Við erum að tala um það að skrásetja sambúð,? sagði Mrs. Roche og bætti við að öllum væri frjálst að efna til athafna að eigin smekk og geðþótta til að halda upp á viðburðinn. Þar á hún sennilega við blessunarathafnir í kirkju.

Talsmaður innanríkismála í stjórnarandstöðunni, Oliwer Letwin, sagði Íhaldsflokkinn mundu styðja sambúðarfrumvarp þegar það kæmi fram.

Við þetta má bæta að borgarstjórinn í London, Ken Livingstone, efndi kosningaloforð sitt í september sl. ár með því að innleiða skráningu sambúðar, ?Partnership register?, fyrir samkynhneigða sem eiga lögheimili í sjálfri höfuðborginni. Þó að lög Breta viðurkenni í sjálfu sér ekki ennþá þennan gerning hefur hann ótvírætt gildi fyrir pör þegar kemur að margvíslegri fyrirgreiðslu, rétti þeirra og skyldum í þjónustu- og stjórnsýslukerfi borgarinnar. Rúmu ári síðar hafa 314 samkynhneigð pör í London skráð sambúð sína, en af þeim hafa fimm slitið samvistir. Í Bretlandi er það sama skilnaðarhlutfall og meðal gagnkynhneigðra eftir ár í hjónabandi.

Guardian

5,320 Comments

Skrifaðu athugasemd