Kirkjuyfirvöld í Rússlandi ógilda hjónaband tveggja karlmanna

By 11. september, 2003Fréttir

Frettir St. Pétursborg og Moskva. Rússlandi

Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hefur svipt prest kjól og kalli fyrir að gifta tvo menn í fyrstu samkynhneigðu hjónavígslu sem átt hefur sér stað innan kirkjunnar. Við þetta tækifæri fordæmdu kirkjuyfirvöld kynferðisleg sambönd fólks af sama kyni sem mikla synd og lýstu hjónaband þeirra Denis Gogolef og Mikhail Morozov ógilt, að því er segir i frétt Reuter og St. Petersburg Times. Kirkjuyfirvöld eru hneyksluð og kalla prestinn sem framkvæmdi hjónavigsluna svarta sauðinn i prestafjölskyldunni. Yfir prestinum gæti jafnvel vofad bannfæring.

Þrátt fyrir allt er þessi atburður til marks um framþróun sem hefur átt ser stað í Rússlandi á síðustu árum í réttindamálum samkynhneigdra. Samfálag samkynhneigðra hefur statt og stöðugt náð betri fótfestu og fleiri sem þora að vera hispurslausir um kynhneigð sína á almannafæri. Enn er þó langt í land að ástandið sé nándanærri jafngott og gerist best á Vesturlöndum. Í stæðstu borgum Rússlands má finna reiting af stödum sem sérstaklega þjóna samkynhneigðum kúnnum og í St. Pétursborg opnaði á dögunum fyrsti skemmtistaðurinn sem eingöngu er ætlaður lesbium.

ÁI

5,972 Comments

Skrifaðu athugasemd