Dauðarefsing í Brúnei

By 5. apríl, 2019Fréttir

Smáríkið Brúnei hefur frá og með deginum í gær tekið upp lög sem heimila dauðarefsingar samkynhneigða karla. Samkynhneigð hefur áður verið bönnuð í Brúnei og viðurlögin við henni var hingað til tíu ára fangelsisvist, en með breytingunni eru viðurlögin dauðrefsing í formi grýtinga. Með lögunum er einnig heimilt að refsa samkynhneigðum konum og eru viðurlögin hýðingar eða allt að tíu ára fangelsisvist.

Samtökin ‘78 taka skýra afstöðu gegn hverskyns ofbeldi, glæpavæðingu og mismunun sem snúa að jaðarsettum hópum þar á meðal vegna kyni, kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu, kyneinkennum, þjóðerni, uppruna, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, fötlun eða öðrum mismununarbreytum.

Samtökin ‘78 hvetja stjórnvöld að beita sér fyrir málinu á alþjóðlegum vettvangi og taka skýra afstöðu gegn mannréttindabrotum stjórnvalda í Brúnei. Ísland á nú sæti í mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna sem er kjörinn vettvangur til að sýna það í verki að hvers kyns mannréttindabrot eru ekki liðin.

Samtökin ‘78 vilja einnig hvetja öll til að sniðganga þau hótel sem eru í eigu soldánsins í Brúnei en þau eru:

Hotel Bel-Air í Los Angeles, Bandaríkjunum
The Beverly Hills Hotel, Beverly Hills, Bandaríkjunum
The Dorchester, London, Bretlandi
45 Park Lane, London, Bretlandi
Coworth Park, Ascot, Bretlandi
Le Meurice, París, Frakklandi
Hotel Plaza Athenee, París, Frakklandi
Hotel Eden, Róm, Ítalíu
Hotel Principe di Savoia, Mílanó, Ítalíu

5,428 Comments

Skrifaðu athugasemd